Árni Einarsson (56) og Ómar Ellertsson (49) vita allt um jólakúlur:

Það er margt að finna í Hörpu, þar er ekki bara metnaðarfullt tónlistarstarf og veitingahús, þar er einnig ævintýraleg blómaverslun. Verslunin heitir Upplifun – bækur og blóm – og þar er margt töfrandi að finna og sjá.

ÿØÿà

UPPLIFUN: Verslun Ómars, Árna og félaga er réttilega nefnd Upplifun því heimsókn þangað er skemmtileg viðbót við þá upplifun að heimsækja Hörpu.

Vinsælir „Okkur er svo vel tekið, bæði af Íslendingum og ferðamönum. Við ákváðum að taka sénsinn á að opna hér en það voru margir með úrtöluraddir og höfðu ekki mikla trú á því að það gengi að vera með blóm og gjafavöru af þessu tagi í Hörpu. En annað hefur heldur betur komið á daginn,“ segir Ómar Ellertsson verslunareigandi.

Þeir Ómar og Árni reka verslunina í félagi við vini sína, þá Guðmund Þorvarðarson og Vilhjálm Guðjónsson. Verslunin heitir Upplifun og er það réttnefni því þar er margt forvitnilegt að finna.

 

blóm

GLITRANDI TÖFRAJÓL: Hér er hið eina sanna jólaævintýri, töfrandi og glitrandi jólagleði.

„Við erum með handmálaðar jólakúlur frá Egyptalandi og handgerð kerti fá Suður-Afríku og svo hefðbundið jólaskraut frá Evrópu. Við leggjum metnað í að vera með sérstakar vörur og fallegar. Okkur hefur verið virkilega vel tekið, hingað kom eitt sinn kona frá Noregi með tóma tösku og fyllti hana af jólaskrauti frá okkur, henni fannst það fallegra en það sem hún hafði séð áður.

Við erum í sannkölluðu jólaskapi og hvetjum alla til að líta inn hjá okkur og kynna sér vöruúrvalið, Harpa er skemmtilegt hús heim að sækja,“ segir Ómar sem veit ekki bara allt um jólaskraut, hann er líka sérfræðingur í blómaskreytingum.

Related Posts