Frækilegt afrek:

Jóhann Jónsson, matreiðslumeistari og eigandi Ostabúðarinnar, hélt í víking til Las Vegas og tók þátt í beikoninnblásinni matreiðslukeppni sem haldin var á Palms-hótelinu þar í borg. Keppnin var haldin af Íslandsvinunum og skipuleggjendum Blue Ribbon Bacon Festival sem fræg er orðin á Skólavörðustíg og haldin árlega.

Beikon Jói í Ostabúðinni var ekki einn í Las Vegas því hann hafði með sér hjálparkokkana Árna Georgsson, Bolla Ófeigsson og Þorbjörn Sigurbjörnsson.
Með í för voru 80 kg af þorskhnökkum sem sjávarútvegsfyrirtækið Sæmark lagði til og flutti út. Jói bauð í aðalrétt upp á þorskhnakka, umvafða sesamfræjum með beikonbita og dillmajónesi ofan á og eftirrétturinn, sem hreppti þriðju verðlaun, var svo súkkulaðimús með beikonsírópi, hindberi og beikonbita.
Keppnin sjálf fór fram í spilavíti Palms-hótelsins, en piltarnir undirbjuggu réttina í eldhúsi á 52. hæð hótelsins. Tíu kokkar tóku þátt í keppninni sem var hörð en drengileg.

jói ostabúð

BEIKONFJÖLSKYLDAN: Reynolds-fjölskyldan, þau Stan eldri og yngri, Jody Brooks og Brooks Reynolds.

 

jói ostabúð

BEIKONBRÚÐKAUP: Þetta par lét pússa sig saman af æðstapresti United Church of Bacon þegar stutt hlé var gert á beikonkeppninni.

 

joi ostur

BEIKONFÖGNUÐUR: Jói í Ostabúðinni fagnar ásamt félögum sínum, Bolla Ófeigssyni, Þorbirni Ófeigssyni og Árna Georgssyni.

Séð og Heyrt – á hverjum degi!

Related Posts