Stefnir í þriðju misheppnuðu mynd hans í röð:

Leikarinn Johnny Depp stendur á krossgötum og svo gæti farið að leikferill hans sé á leið í vaskinn. Allt stefnir í að nýjasta mynd hans, Mortdecai, muni skila tapi. Yrði það þriðja myndin í röð, með Depp í aðalhlutverki, sem skilar tapi. Fyrir A-stjörnu í Hollywood er slík þróun beinlínis hrollvekjandi.

Fjallað er um málið í tímaritinu Hollywood Reporter.  Þar segir að Depp hafi verulega slegið af launakröfum sínum fyrir Mortdecai. Hingað til hefur Depp getað fengið 20 milljónir dollara fyrir aðalhlutverk en í fyrrgreindri mynd sætti hann sig við 8 til10 milljónir dollara, samkvæmt heimildum tímaritsins. Hann mun einnig hafa slegið töluvert af launum sínum fyrir aðalhlutverkið í myndinni Black Mass sem sýnd verður í september.

Jákvæðu fréttirnar fyrir Depp eru að hann verður með í framhaldinu af Disney myndinni Alice In Wonderland og leikur í fimmtu myndinni um sjóræningja Karabíska hafsins sem einnig er á vegum Disney.

Related Posts