Oddný Harðardóttir (59), fyrrverandi ráðherra, á margar vinkonur:

Stuðningskonur Oddnýjar Harðardóttur héldu henni samkvæmi til stuðnings framboðs hennar til formanns Samfylkingarinnar í Listasafni Einars Jónssonar. Safnið minnir um margt á grafhvelfingu og rúmt  var um Samfylkingarkonurnar í samkvæminu.

Máttur kvenna „Þetta var mjög skemmtilegt og hvetjandi við framboð mitt en það er þéttur hópur kvenna á öllum aldri í kringum mig og þær buðu í þetta samkvæmi,“ segir Oddný. Meðal gesta í samkvæminu var Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, sem steig fram sem stuðningsmaður Oddnýar í kosningunum sem verða 28. maí næstkomandi.

„Það er mikils virði fyrir mig að njóta stuðnings Jóhönnu,“ segir Oddný. „Þetta var í fyrsta sinn sem ég hitti þennan hóp og við Jóhanna héldum báðar tölu. Sigríður Ingibjörg  var veislustjóri og Ólína Þorvarðardóttir fór með vísur og spilaði á gítar.“

Hjartans málin

Oddný er með skýra sýn á framtíð Samfylkingarinnar.„Réttlætis, jafnréttis og velferðarmálin brenna á okkur Samfylkingarkonum og við viljum að konur komi til jafns á við karla að völdum,“ segir hún. „Nái ég kjöri mun ég vinna að því að auka jafnaðarstefnunni fylgi með því að tala skýrt um hjartans málin. Við vitum að við erum miklu fleiri en kannanir gefa til kynna og við munum tala beint inn í hjörtu jafnaðarmanna og þannig munum við stækka hópinn. Samfylkingin er miklu meira en þingflokkurinn. Við erum í sveitarstjórnum út um allt land, það eru kvennahreifingar út um allt land og 60+ vinna saman að jafnaðarstefnunni. Ungir jafnarðarmenn, það er fólk um allt land og við þurfum bara að þétta hópinn og auðvitað gerum við það með samtalinu.“

Boðið var upp á léttar veitingar og að lokinni veislunni fór Oddný heim. „Ég er búsett í Garði og keyri bara á milli. Það er ekkert mál því Reykjanesbrautin er besti vegur landsins,“ segir hún.

LITIR

SKÁL: Samfylkingarkonurnar Rósa G. Erlingsdóttir, Eva Baldursdóttir, Sjöfn Kristjánsdóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Ólína Þorvarðardóttir skáluðu fyrir Oddnýju.

Lesið Séð og Heyrt daglega!

Related Posts