Hér er sestur niður tónlistarmaðurinn og Golden Globe-sigurvegarinn Jóhann Jóhannsson ásamt kvikmyndatökumanninum Benoit Delhomme, sem báðir unnu saman að dramatísku kvikmyndinni The Theory of Everything. Myndin segir frá lífshlaupi vísindamannsins og eðlisfræðingsins Stephen Hawking sem greindist með MND sjúkdóminn þegar hann var rétt skriðinn yfir tvítugt.

,,Sú tónlist sem ég sem fyrir kvikmyndir og sú sem ég bý til fyrir sjálfan mig er mjög svipuð. Ég þróaði minn hljóm löngu áður en ég fór að taka þátt í kvikmyndagerð…“, segir Jóhann m.a. í hálftímalöngu spjalli þar sem hann ræðir listina að gæða bíórammana lífi.

The Theory of Everything er væntanleg í kvikmyndahús á næstu vikum.

 

 

Related Posts