ÍSLENSKA HERBALIFE-FÓLKIÐ MEÐ EINKAÞOTU TIL PRAG

Grænt og glitrandi – gullin stund:

 

Herbalife hefur verið starfandi á Íslandi í 15 ár og aldrei gengið betur að sögn íslenska Herbalife-fólksins. Á hverju ári er haldin stór ráðstefna þar sem fólk alls staðar að úr heiminum kemur saman og ræðir það nýjasta í Herbalife.

Sameining og skemmtun Árlega heldur Herbalife ráðstefnu undir nafninu Extravaganza í hverri heimsálfu fyrir sig og þetta árið var hún í Prag. Það eru tæplega 20 þúsund manns sem sækja ráðstefnuna hér í Evrópu.

Þarna fær fólk sem starfar í Herbalife-geiranum tækifæri til að sækja sér þekkingu og sjá hvað er að koma nýtt hjá fyrirtækinu og heyra árangurssögur. Margt gerist á þessum ráðstefnum þannig að hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu, til að mynda var Ronaldo kynntur til sögunnar á síðasta ári sem andlit Herbalife og þetta árið var ný andlitslína einnig kynnt til sögunnar.

Herbalife-fólkið á Íslandi ákvað að gera vel við sig og ferðast með stæl og leigja sér einkaflugvél og gerðu hana svo sannarlega að sinni með ýmsum aðferðum. Sætin voru poppuð upp með Herbalife-höfuðpúðum og flugfreyjurnar buðu upp á fæðubótarefni.

Íslendingarnir létu sér ekki nægja einkaþotu heldur voru 2.500 stærstu dreifingaraðilum Evrópu boðið í sérstakt VIP-partí og af þeim voru 15 Íslendingar, sem verður að teljast ansi gott.

Related Posts