Hefur heitið Jennifer Muniz í 10 ár:

Leik- og söngkonan Jennifer Lopez notaði tækifærið og breytti nafni sínu um áramótin. Þótt hún hafi ætíð notað sviðsnafnið Jennifer Lopez hefur hún í raun heitið Jennifer Muniz undanfarin 10 ár.

Jennifer fékk eftirnafnið Muniz árið 2004 þegar hún giftist Marc Anthony en hið rétta nafn hans er Marco Muniz. Þau skildu árið 2011.

Í frétt á vefsíðunni TMZ segir að Marc Antgony hafi gift sig að nýju á síðasta ári og það hafi leitt til þess að Jennifer ákvað að losa sig við eftirnafn hans.

Þau Marc og Jennifer eiga tvö börn saman og í nýrri heimildarmynd um leik- og söngkonuna segir Jennifer að henni hafi fundist eins og hún væri að deyja þegar þau Marc skildu 2011.

Related Posts