James Corden (37) var kynnir á Tony verðlaununum í gærkvöldi.

„Samúð“ James Corden hóf dagskrána á að heiðra minningu þeirra sem létu lífið í árás á skemmtistað fyrir samkynhneigða í Orlando sama dag. „Ykkar harmleikur er okkar harmleikur“ og „hatur mun aldrei sigra“, sagði Corden meðal annars í ræðu sinni.

Í söngatriðinu fjallaði Corden um hvernig hann hefði sem barn kynnst leikhúsinu, ást sína á því og smellti sér í nokkur þekkt hlutverk með aðstoð frá leikurum, söngvurum og leikmunum.

Sigurvegari kvöldsins var söngleikurinn Hamilton sem fór heim með 11 verðlaun af 16 tilnefndum, þar á meðal sem besti söngleikurinn.

Corden fór einmitt nokkrum dögum fyrir verðlaunin á rúntinn með nokkrum þekktum leikurum þar á meðal Lin-Manuel Miranda, aðalleikara og höfundi Hamilton.

Heildarlista yfir verðlaunahafa má sjá hér.

Séð og Heyrt skemmtilegt alla daga.

 

Related Posts