Sigríður Hrönn Gunnarsdóttir (48) í stuði á Reyðarfirði:

 

Hið árlega kvennakvöld á Reyðarfirði var haldið með pompi og prakt á skemmtistaðnum Staupasteini. Þar voru hátt í 200 konur sem skemmtu sér konunglega fram eftir nóttu.

Reyðarfjörður

TRUFLUÐ TÍSKUSÝNING: Stórglæsilegar konur sýndu á tískusýningu þar sem Hárstofa Sigríðar sá um hárið og Alla og Steina um förðun.

BERSKJALDAÐUR: Einn steggur birtist á sviðinu.

 

Góðverk og gleði „Markmið kvöldsins var að skemmta sér og safna peningum fyrir Krabbameinsfélag Austfjarða,“ segir Sigríður Hrönn, eigandi Hárstofu Sigríðar á Reyðarfirði, aðalkonan í hinu árlega Konukvöldi á skemmtistaðnum Staupasteini.

Ýmis varningur var boðinn upp í þágu góðs málefnis. „Boðnar voru upp leirvörur frá Helgu Unnars, jakkaföt af Helga Seljan – þess vegna á hann engin almennileg föt lengur,“  bætir Sigríður við hlæjandi og heldur áfram. „Fatnður af Ásgeiri Trausta, myndir eftir Ice Art og  ekki má  gleyma sjóðheitum slökkviliðsmönnum og einum stegg sem villtist á svæðið. Alls söfnuðust 130 þúsund sem runnu beint til Krabbameinsfélagsins,“ segir Sigríður ánægð með framtakið.

Veislustjóri var hin víðfræga Sigga Kling sem sá um stuðið á svæðinu.

„Sigga var æðisleg, eins og alltaf, og fékk dömurnar til að fara hamförum uppi á borðum og stólum. Kvöldið lukkaðist rosalega vel og endaði á balli þar sem allir stigu trylltan dans í Félagslundi.“

 

SJÓÐHEITIR: Sjóðheitir slökkviliðsmenn voru boðnir upp og sýndu þeir flotta takta á sviðinu.

SJÓÐHEITIR:
Sjóðheitir slökkviliðsmenn voru boðnir upp og sýndu þeir flotta takta á sviðinu.

Related Posts