Hafa þegar ákveðið hvað dóttirin eigi að heita:

Fjölskylduhefðir geta verið með ýmsu móti. Fjölskylda ein í Louisiana í Bandaríkjunum hefur þann sið að skíra börn sín í höfuðið á viský og öðru áfengi. Þannig að þegar Jack Daniel´s Leathers eignaðist sinn fyrsta son ákvað hann, og Lydia eiginkona hans, að skíra drenginn Jim Beam Leathers.

Það fylgir með í sögunni, sem greint er frá í Daily Mirror, er að þegar þau Jack og Lydia giftu sig við borgaralega athöfn  hét dómarinn sem splæsti þau saman Johnny Walker.

Þau Jack Daniel´s og Lydia eru þegar bún að ákveða nafn á næsta barni sínu,  fari svo að það verði stúlka. Hún mun verða skírð Sherry.

Related Posts