Fjöldi fólks fagnaði jólasnjónum og jólabjórnum

SNJÓRINN FÉLL 4. NÓVEMBER

Föstudaginn 4. nóvember síðastliðinn féll snjórinn kl. 20.50 með látum á krám bæjarins. Um 1500 manns voru samankomin í miðbæ Reykjavíkur til að fagna því að Tuborg Julebryg var kominn á bari bæjarins. Gangan hófst á Danska barnum þar sem lúðrasveit og Sverrir Bergmann spiluðu, en þar var dagskrá frá kl. 15 og langt fram á nótt.

Liðsmenn Tólfunnar stuðningsmannasveit Íslenska landsliðsins stýrðu göngunni og fjöldasöng, en átta staðir voru heimsóttir og bjór dreift til gesta og gangandi: Danski barinn , Ölstofan, Vegamót, Lebowski, Sólon, B5, English bar og American bar. Hið víðfræga víkingaklapp var tekið á svölunum á Sólon við góðar undirtektir viðstaddra.

jola-2016-202

Erlendir ferðamenn vissu hreinlega ekki hvað snéri upp né niður í þessu og hreinlega trúðu ekki að það væri verið að fagna komu Tuborg Julebryg og að það væri verið að gefa bjór sem er skemmtilegt.

jola-2016-263

Það var gjörsamlega slegist um Tuborg jólasveinahúfur og Tuborg jólasveinar hreinlega höfðu varla undan að dreifa þeim.

jola-2016-336

Snjórinn féll einnig hjá WOW air þar sem Skúli sjálfur gaf gestum Wow-air Tuborg Julebryg og hafa tæplega 130 þúsund manns séð myndbandið.

Séð og Heyrt fær sér jólabjór.

Related Posts