Útvarpsstjarnan Ívar Guðmundssin er hættur með kærustunni, Dagnýju Dögg Bæringsdóttur, en þau bókstaflega ljómuðu af ást á síðustu árshátíð 365 miðla eins og sagði þá í frétt hér:

Útvarpsmaðurinn dáði Ívar Guðmundsson hefur fundið ástina í örmum Dagnýjar Daggar Bæringsdóttur sálfræðinema og þau bókstaflega geisluðu af ást og hamingju á árshátíð 365. Ívar skildi við konu sína til 25 ára fyrir réttu ári og sagði í viðtali við DV í fyrra að skilnaðurinn væri það erfiðasta sem hann hefði gengið í gegnum og að það hefði verið áfall að standa uppi fráskilinn á fimmtugsaldri.

Útvarpsmaðurinn er sem betur fer ekki einn lengur og nýtur nú lífsins, ástfanginn upp fyrir haus, með Dagnýju Dögg. Þau fara sér þó hægt og eru ekki byrjuð að búa og ætla sér ekki að ana út neitt, enda á Dagný tvö ung börn og því vissara að taka hvert skref varlega.

En nú er sem sagt allt breytt.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts