Elfa Rut Gísladóttir (20) er mikil íþróttamanneskja:

Ungfrú Ísland var haldin á dögunum í Hörpu með pomp og prakt eins og venjan er. Alls tók 21 stúlka þátt í þetta skipti og allar voru þær einstaklega glæsilegar. Það var Anna Lára Orlowska sem var krýnd ungfrú Ísland þetta árið. Stelpurnar voru þó allar mjög sáttar eftir daginn og var haldið á B5 í eftirpartí. Keppnin hefur alla tíð verið stökkpallur fyrir drauma þátttakenda og má búast við slíku hjá Elfu Rut Gísladóttir sem var nýverið krýnd Miss Sport Iceland.

Ungfrú Ísland

SÝNDU STUÐNING: Keppendur frá því í fyrra mættu til að upplifa stemninguna og sýna stelpunum stuðning.

 

Sportí „Mér fannst þetta ganga ótrúlega vel, allir voru að standa sig eins og hetjur,“ segir Elfa Rut Gísladóttir sem var krýnd Miss Sport Iceland í Ungfrú Ísland. „Þetta kom rosalega flott út. Ekki skemmir fyrir að vera með svona yndislegum stelpum. Það var ekkert vesen milli okkar, við vorum að peppa hver aðra allan tímann.“

Það hefðu allir geta unnið,“ segir Elfa Rut um sigur hennar sem Miss Sport. „Ég byrjaði í samkvæmisdönsum þegar ég var þriggja ára og þegar ég var níu ára fór ég að læra að að vera á listskautum og ég var í því í mörg ár en þurfti að hætta út af meiðslum. En ég er búin að vera að kenna spinning seinustu tvö ár í World Class.“ Hvaða fólk hefur staðið við hlið Elfu í öllum undirbúningnum? „Foreldrar mínir styðja mig í gegnum allt, þau hjálpa mér þegar mér líður illa. Stappa í mig stálinu þegar ég með lítið hjarta. Þau hafa alltaf verið til staðar. Ég elska þau.“

Ungfrú Ísland

UNGFRÚ SPORT: Sirrý, Elfa Rut og Donna Cruz voru mjög sáttar með kvöldið enda er þátttaka í Ungfrú Ísland einstök upplifun.

Ungfrúin á Twitter

Okkur fannst það svolítið fyndið,“ segir Elfa um fölsuðu Ungfrú Ísland Twitter-síðuna sem hefur fengið gríðarlega mikla athygli fyrir misgóða og misfyndna brandara. „Sá sem var að gera þetta var ekkert að setja út á okkur. Hann var bara að segja hluti sem meikuðu ekki neinn sense,“ en Elfa vill meina að það hafi ekki verið mikið af gagnrýni. „Það er alltaf gagnrýni á þessa keppni. Auðvitað sjáum við einhverja gagnrýni en hún hefur ekki verið mikil og alls ekkert áreiti í gangi. Við stöndum allar saman og Arna Ýr, sem vann í fyrra, hefur hjálpað okkur mikið. Ef eitthvað kom upp á töluðum við allar saman, sem heild.“

Ungfrú Ísland

SVALAR MÆÐGUR: Hafdís Jónsdóttir, eða Dísa í World Class eins og hún oftast kölluð, og Birgitta Líf, dóttir hennar, voru samhentar og unnu sem einn maður en World Class er eigandi keppninnar Miss World Iceland.

Skálað fyrir fegurðinni

Eftir keppnina var haldið á B5 og fagnað. „Við hittumst öll þar, ættingjar og vinir á B5 og þar voru allir að knúsa alla og rosalega glaðir með kvöldið. Við ætlum ekki að slíta sambandi og við ætlum allar að hittast og horfa á keppnina saman,“ segir Elfa um stemninguna á B5.

SH-dsc05834

SKILAÐI KRÚNUNNI: Arna Ýr Jónsdóttir var kjörin ungfrú Ísland á síðasta ári. Arna mætti auðvitað í eftirpartíið þar sem þau Björn Leifsson voru hress.

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts