Axel Fannar Sigursteinsson (36) er algjört fótboltafan:

VINABEIÐNUM OG SKILABOÐUM RIGNIR INN

Áfram Ísland Öll heimsbyggðin fylgist með gengi strákanna okkar á EM og þar á meðal brasilíska sportstöðin SporTv. Þeir voru hér á landi fyrir stuttu til að fjalla um leik Íslands gegn Englendingum. Fréttamaðurinn Jason Mathias frétti af því Axel Fannar væri ekki aðeins eldheitur fótboltaáhugamaður heldur talar hann reiprennandi pórtúgölsku. Eins og sjá má í myndbandinu er heimili Axels Fannars velskreytt með fótboltatreyjum og fleira.

Þann 6. september í fyrra var Axel Fannar á Laugardalsvelli og fylgdist með leiknum gegn Kasakstan þegar Ísland tryggði sér þátttökuréttinn á EM. Axel Fannar náði þó ekki að horfa á leikinn til enda því að þegar klukkustund var liðinn af honum, fékk hann kall frá eiginkonunni Lindu Björk Ómarsdótir og dreif sig upp á fæðingardeild. En annar sonur þeirra hjóna ákvað að drífa sig heldur fyrr í heiminn en þau gerðu ráð fyrir og fæddist sama dag kl. 22.10, en hann er fæddur 10 vikum fyrir tímann. Linda Björk hafði verið lögð inn á miðvikudeginum og átti að reyna meðgönguna áfram í minnst fimm vikur, en Fannar Óli ákvað eins og áður sagði að drífa sig bara í fjörið og fagna með föður sínum.

Tvöfalt tilefni fagnaðarláta

Axel Fannar hafði því tvöfalt tilefni til að fagna það kvöld, fæðingu heilbrigs sonar, sem síðar var skírður Fannar Óli og að Ísland var búið að tryggja sér þáttökuréttinn á EM. Fyrir eiga þau soninn Ómar Smára sem er orðinn 4 ára.

„Það bókstaflega rignir inn vinabeiðnum og skilaboðum á facebook,“ segir Axel Fannar, en viðtalið við hann var sýnt á besta tíma í sjónvarpinu í Brasilíu. Þegar Séð og Heyrt heyrði í honum var hann að enda við að tala við brasilískan fótboltamann sem hefur áhuga á að koma að spila á Íslandi og er sá búinn að senda Axel Fannari ferilskrá sína. Og áður en búið var að klára að pikka upp textann var markaðsstjóri International Porto Alegre búinn að hafa samband og ætlar að senda Axeli Fannari og fjölskyldu nýjasta búninginn þeirra.

„Ég hef þá trú að við getum unnið leikinn og ég spái 2-0 fyrir Íslandi,“ segir Axel Fannar í viðtalinu. Eins og við sáum í gær þá hafði hann rétt fyrir sér með sigurinn og markatölu okkar, þó að Englendingar hafi náð að pota inn einu marki í upphafi leiks.

Hér má sjá viðtalið við Axel Fannar sem er orðinn táknmynd hins íslenska fótboltaaðdáanda í Brasilíu og auðvitað enda þau á að syngja Ég er kominn heim.

 

Séð og Heyrt alltaf í boltanum.

Related Posts