Ný íslensk heimildarmynd, Íslenska krónan, verður tekin til sýninga í Bíó Paradís frá og með næsta sunnudegi. Myndin fjallar um krónuna, sögu hennar, stöðu og framtíð. Leikstjóri myndarinnar er Garðar Stefánsson og framleiðandi hennar Atli Bollason. Þeir skrifuðu handrit myndarinnar saman.

Lögð var áhersla á að myndin væri auðskilin og fræðandi án þess að fórna fjölbreytni í skoðunum eða gagnrýnni hugsun. Fjölmargir viðmælendur eru í myndinni, til dæmis Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir, Vigdís Hauksdóttir þingkona, Eyja Margrét Brynjarsdóttir heimspekingur og Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.

Related Posts