Katrín Ýr Óskarsdóttir (34) haslar sér völl:

Samkeppni „Þetta er erfiður bransi en mér finnst þetta samt svo skemmtilegt. Það er náttúrlega mikil samkeppni hérna og maður fær oft nei, en það er örugglega svoleiðis í fleiri vinnum en minni. Það getur verið mikið að gera einn mánuðinn og svo lítið þann næsta en ég vinn við það sem ég elska þannig að ég get ekki kvartað,“ segir Katrín Ýr Óskarsdóttir sem hefur búið og starfað í London síðustu tíu ár.

katrín

DEBUT: Fyrsta platan er komin út. Hún er með frumsömdu efni og heitir Heard It All Before.

Katrín gaf sér tíma til að syngja fyrir Íslendinga en hún er að senda frá sér sína fyrstu plötu og hélt útgáfutónleika á Íslandi fyrir skemmstu.

„Tónleikarnir gengu frábærlega. Það er yndislegt að geta komið heim og sýnt landanum hvað maður er búinn að vera að bralla í útlandinu. Það er ekki oft sem vinir og fjölskylda fá að heyra í manni. Það er líka góð tilfinning að gefa sitt eigið efni út og fá svona frábærar viðtökur, bæði á Íslandi og í Bretlandi. Ég hef nóg að gera, spila mikið í brúðkaupum, partíum og árshátíðum. Ég kenni einnig í skólanum sem ég var að læra í og einnig í einkatímum. Ég hef einnig verið í stúdíóvinnu við bakraddasöng fyrir aðra tónlistarmenn, plús það að vera að skrifa tónlist fyrir mig og aðra, þannig að vinnan er fjölbreytt og ég geri ekki ráð fyrir því að fara heim á næstunni,“ segir Katrín Ósk sem var ánægð með heimsóknina til Íslands.

Séð og Heyrt – alla daga á netinu!

 

Related Posts