Arndís Björnsdóttir (45) er takkaóð:

Sniðug „Ég hef alltaf spilað tölvuleiki, ég var dugleg að æfa mig í Video-markaðnum í Hamraborg hér í denn. Ég spilaði nú flesta leiki en var mest í Pac-Man,“ segir Arndís Björnsdóttir eldhress.

pacman

LANGBEST: Arndís er núverandi Íslandsmeistari í Pac-Man og er skráð sem slík í símaskránni.

„Ég er ríkjandi Íslandsmeistari í Pac-Man. Mótið var haldið á Fredda og ég var langelsti keppandinn. Ég tók tvo æfingaleiki áður en ég keppti og gjörsamlega rústaði keppninni. Þetta er alveg einstaklega skemmtilegt.“

„Ég spilaði PlayStation-leiki með drengjunum mínum þegar þeir voru yngri en þeir hafa nú ekki fallið fyrir Pac-Man eins og ég. Eiginmaðurinn er líka góður í Pac-Man, ég er þó viss um að ég vinni hann í einvígi en það hefur ekki komið til þess enn þá. Það er hraðinn og endurtekningin sem er heillandi, að geta alltaf bætt sig á næsta borði. Ég er ekki tölvufíkill en ég skil vel ef fólk verður heltekið af tölvuleikjum en ég geri þetta til gamans,“ segir Arndís sem er Íslandsmeistari.

 

Sjóðheitt Séð og heyrt kemur í verslanir í dag.

Related Posts