Rut Valgarðsdóttir (46) er Íslendingur á Ítalíu:

Sannkallað Íslandsæði hefur gripið um sig á Pósléttunni rétt sunnan við Bergamo á Norður- Ítalíu en þar hefur allt snúist um Ísland undanfarnar vikur og mánuði. Bærinn Zanica sem er á stærð við Mosfellsbæ er rólegur bær í miðju landbúnaðarhéraði, umkringdur korn- og maísökrum en þar hefur lífið heldur betur farið á hvolf.

ÿØÿà

INTO ICELAND: ,,Um áramótin hittumst við Sara ásamt Sergio Bruno og viðruðum ýmsar hugmyndir fyrir söngleik og fyrstu fræjunum var sáð. Ég hef svo verið þeim innan handar við að finna þjóðsögur, barnagælur, tónlist og aðrar upplýsingar sem þurfti til að fullkomna söngleikinn.“ Sara Battisti er dansari, loftfimleikamaður og stjórnandi söngleikjaskólans. Hún leikstýrir söngleiknum Into Iceland og er jafnframt höfundur hans.

 

Svalt ,,Jú jú, hér hefur heldur betur gripið um sig Íslandsæði en það er ekki á mínum vegum,” segir Rut Valgarðsdóttir, íbúi í bænum Zanica.ísland ítalía

Ástæðan fyrir því að Ísland er heitasta landið á Pósléttunni um þessar mundir er uppsetning Orginal People-söngleikjaskólans á söngleik sem byggir á ævintýralegu ferðalagi tveggja ítalskra barna til Íslands. Söngleikurinn var saminn af tónlistarmanninum Sergio Bruno í samvinnu við Söru Battisti, dansara og stjórnanda skólans.

,,Sara varð fyrir magnaðri upplifun þegar að hún var á ferðalagi um Ísland sumarið 2015 og vildi koma því til skila í söngleik. Í söngleiknum, sem kallast Into Iceland, koma fyrir álfar og huldufólk, heimskautarefur og lundi, jöklar og eldfjöll ásamt tilvísunum í þekktar þjóðsögur og fjöldinn allur af íslenskum lögum. Margir nemanna kynntust þar íslenskri tónlist í fyrsta sinn, en þekkja nú mikinn fjölda laga og flytjenda. Má heyra nemana syngja íslensk stef um borg og bý og þá sjást þeir æfa dansspor við íslenska tóna hvar og hvenær sem tækifæri gefst. Má segja að nemendur skólans hafi lifað og hrærst í íslensku umhverfi síðastliðna mánuði og hefur íslenska náttúran, ekki síst nálægðin við jökla og eldfjöll haft djúp áhrif á þá.”

 

ítalía ísland

STOLT AF ÍSLANDI: Rut Valgarðsdóttir hefur verið búsett á Ítalíu síðustu tíu ár ásamt fjölskyldu sinni. ,,Sara hafði mikinn Íslandsáhuga og ég gaf henni góð ferðaráð þegar hún fór loks til Íslands í fyrra. Sara varð fyrir miklum áhrifum á ferðalaginu, kom heim upprifin og heilluð og fór strax að velta fyrir sér möguleikanum á að setja upplifanirnar í söngleik, en hún hefur um áraraðir rekið söngleikjaskóla í Bergamo.”

 

Grande, grande
,,Þetta verkefni er risastórt í sniðum og það eru um hundrað nemendur söngleikjaskólans sem taka þátt á aldrinum 3-65 ára. Í skólanum fá nemendur leiðsögn í söng, söngleikjum, söngleikjadansi og fjölbreyttum dansstílum. Einnig taka fatlaðir nemendur virkan þátt í uppsetningunni.”

Söngleikjaskólinn hefur á undanförnum árum sett upp fjölda söngleikja, en þetta er í fyrsta skipti sem hann vinnur með frumsamið efni.

 

ítalía ísland

ÍSLENSK EÐA ÍTÖLSK: Dansarar úr sýningunni sem fara með hlutverk íslenskra barna. Vonandi bregða þau undir sig betri fætinum og ferðast til Íslands í framtíðinni.

 

,,Eftir að Sara og Sergio höfðu samið fyrsta uppkast að söngleiknum tóku við vikur þar sem þau, ásamt nemum og kennurum skólans, plægðu í gegnum tónlistarsögu Íslands í leit að tónlist sem hentaði hverju atriði. Söru hefur tekist að smita allan hópinn af brennandi áhuga sínum á Íslandi. Söngleikurinn Into Iceland var frumsýndur föstudaginn 13. maí og þá flæddu íslenskir tónar um Pósléttuna,” segir Rut Valgarðsdóttir sem er stolt af landi og þjóð.

IMG_1708 (5)

LUNDAR Á ÍTALÍU: Sara varð fyrir magnaðri upplifun þegar að hún var á ferðalagi um Ísland sumarið 2015 og vildi koma því til skila í söngleik.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts