Napurt í Noregi:

Þegar íbúar í bænum Röros í suðurhluta Noregs vöknuðu upp í morgun mældist 34 gráðu frost á götum bæjarins. Þetta þykir fimbulkuldi í bæ sem þekktur er fyrir mikinn kulda að vetri til.

Röros liggur í um 400 km fjarlægð norður af Osló. Bærinn er í um 600 metra hæð og umlukinn fjöllum þannig að mildara loft frá ströndum landsins nær aldrei til bæjarins. Í nótt var svo auður himinn og stjörnubjart sem jók við kuldann.

Í Röros hefur áður mælst einn mesti kuldi í Noregi en bæjarmetið var sett fyrir öld síðan eða 1914 en það ár mældist ríflega 50 gráðu frost á miðjum vetri.

Related Posts