Rándýr árshátíð Isavia:

Starfsmenn Isavia skemmtu sér vel á árshátíð félagsins sem var haldin með miklum glæsileik á hótel Hilton Nordica. Dagskráin var metnaðarfull og mikið í lagt. Allt að 700 manns sóttu árshátíðina, starfsmenn og makar. Ekkert var til sparað og allt hið glæsilegasta, matur, drykkur og skemmtiatriði.

Starfsfólk Isavia og dótturfélaganna Dutyfree og Tern Systems skemmti sér hið besta á árshátíðinni. Kenneth Máni hitaði upp mannskapinn áður en tónlistarveislan byrjaði, en á svið stigu meðal annars Prins Póló, Amabadama, Sigríður Thorlacius og Svavar Knútur, ásamt fleirum. Lúðrasveit tók á móti gestum þegar gengið var til veislunnar. Veitingar voru með fjölbreyttasta móti, á matseðlinum var sitthvað girnilegt: sushi-veisla, kjötveisla, ferskt sjávarfang, grænmetisréttir, snittur og glæsilegir eftirréttir. Veislan var standandi og gátu gestir valið á milli þriggja veislusala þar sem skemmtidagskrá var í fullum gangi langt fram eftir kvöldi.

 

IMG_8458

STÓRGLÆSILEG HJÓN: Forstjóri Isavia, Björn Óli Hauksson, var að vonum glaður og mætti með Kristjönu Sigríði, eiginkonu sinni, í veisluna.

ISAVIA4

ÞRJÚ Í STUÐI: Haukur, Ingibjörg og Ásgeir, starfsmenn Isavia, hlökkuðu til kvöldsins.

IMG_8452

STJÓRNARMAÐURINN: Ingimundur Sigurpálsson er stjórnarmaður í Isavia, hann mætti í fjörið ásamt Hallveigu Hilmarsdóttur, eiginkonu sinni.

ISAVIA

GLÆSILEG: Vinirnir Steinunn og Ómar voru klár í tjúttið.

Related Posts