Eftir að yfirvöld í Norður-Kóreu hótuðu að sprengja upp þau kvikmyndahús sem hefðu sýnt gamanmyndina The Interview, ákvað kvikmyndafyrirtækið Sony að setja myndina á hilluna í ótakmarkaðan tíma.

Margir létu í sér heyra eftir að fyrirtækið dró áætluðu frumsýninguna til baka en í dag virðist sem að fyrirtækið hefur ákveðið að sýna myndina frítt á netinu.

Ýmsar fréttasíður hafa greint frá því að grínádeilan verði aðgengileg á vefsíðunni Crackle en Sony hefur opinberlega neitað þeim orðrómum, þó kvikmyndaverið hafi tekið það fram að það standi til boða að dreifa myndinni sem allra fyrst.

The Interview segir frá spjallþáttastjórnanda og framleiðanda (leiknir af James Franco og Seth Rogen) sem hefur verið fyrirskipað að ráða einræðisherrann Kim Jong-un af dögum eftir að hafa fengið tækifæri til þess að taka viðtal við hann.

Hér má sjá hvort tilræðið takist eða ekki.

Related Posts