VI1501186272-1

Fullt nafn: Hrefna Daníelsdóttir. Aldur: 32 ára. Starfsheiti: Leiðbeinandi á leikskóla og bloggari á hrefnadaniels.com. Maki: Páll Gísli Jónsson. Börn: Viktoría, 11 ára, Sara, 8 ára, og Tinna, 6 ára. Stjörnumerki: Hrútur. Áhugamál: Tíska, falleg hönnun, rauðvín, fjölskylda og vinir, ferðalög og dúllerí í eldhúsinu. Á döfinni: Tiltekt í fataskápnum fyrir fatasölu í febrúar og margt fleira skemmtilegt.

Falleg yfirhöfn setur punktinn yfir i-ið:

Hrefna Daníelsdóttir er að eigin sögn stelpumamma og eiginkona sem hefur ótrúlega gaman af því að blogga í frístundum. Hún er líka algjör Instagram-fíkill og sælkeri með risastóra drauma fyrir framtíðina. Þessa dagana er hún að vinna í því að vera duglegri við að rækta sjálfa sig, fer reglulega í ræktina og er byrjuð að stunda jóga. „Ég er líka að njóta þess að eyða tíma með fjölskyldu minni og vinna að áramótamarkmiði mínu sem var að vera duglegri að heimsækja vini og ættingja – ég „sökka“ í því.“

Þegar kemur að fatavali er Hrefna bland í poka-týpa og fatastíll hennar er mjög fjölbreyttur. „Ég tengi hann oft við dagsformið á mér og klæði mig í takt við það hvernig liggur á mér þegar ég vel fötin.“ Svala Björgvins er ein þeirra kvenna sem Hrefna fær sinn innblástur frá. „Ég er yfir mig hrifin af stílnum hennar. Hún er töffari sem fer algjörlega eigin leiðir í einu og öllu og ber það með eindæmum vel.“

Að hennar mati þurfa allar konur að eiga svartar gallabuxur og hvíta skyrtu, klassískt og einfalt sem virkar bæði saman og í sundur. Hún leggur einnig mikið upp úr fallegum yfirhöfnum. „Ég tek stundum lengri tíma í að velja yfirhöfnina en dressið sjálft. Hún setur nefnilega algjörlega punktinn yfir i-ið á dressinu, þú getur dressað þig upp í eitthvað mega huggulegt dress en klúðrað því svo pínulítið með rangri yfirhöfn,“ segir Hrefna.

 

 

VI1501186272-6

 

Uppáhaldsflíkin mín er hvítur og svartur pels frá mömmu, hún keypti hann þegar hún var sautján ára. Án þess að segja hvað mamma er gömul þá get ég sagt ykkur að pelsinn er þrjátíu og sex ára gamall og það sér ekki á honum. Mamma lánaði mér blessaðan pelsinn á öskudaginn þegar ég var tólf ára, ég var að leika Madonnu, og mér tókst á einhverju augnabliki að klína rauðum varalit í kragann á honum. Mömmu var ekki skemmt þegar ég sýndi henni hvað hafði gerst en nokkrum árum seinna gaf hún mér pelsinn svo hún hefur greinilega fyrirgefið mér þetta óhapp, enda varalitabletturinn löngu horfinn.

 

VI1501186272-4

 

Mesta tilfinningalega gildið hefur pallíettukjóllinn sem ég erfði eftir ömmu mína og nöfnu, Hrefnu Dan.

 

 

VI1501186272-3

 

 

Bestu kaupin í fataskápnum eru bleikur pallíettukjóll sem ég keypti á kílóamarkaði í Spúútnik í sumar, svo vönduð og falleg flík sem ég tók ástfóstri við um leið og ég sá hana á slánni. Ég mátaði hann ekki einu sinni, hugsaði bara að ef hann passaði ekki á mig þá yrði hann fallegur á hanka til að skreyta heimilið

 

 

VI1501186272-7

 

„Vintage“-hatturinn minn er í miklu uppáhaldi, hann hefur bjargað mér á mörgum slæmum hárdögum. Ég elska hatta og sólgleraugu, það eru mínir aðalfylgihlutir. Húðflúrin mín eru líka fylgihlutir, er það ekki annars? Þau flokkast allavega líka með því sem er í uppáhaldi.

 

 

 

 

Umsjón: Hildur Friðriksdóttir
Myndir: Aldís Pálsdóttir

Related Posts