Linda Pétursdóttir (46) fór með Berndsen í bíó:

 Heimildamyndin Innsæi eftir Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur var nýverið frumsýnd á Íslandi. Myndin er heimildamynd sem fjallar að öðrum þræði um persónulega reynslu sögumannsins Hrundar en einnig er kafað inn í hinn margræða heim innsæis. Linda Pétursdóttir var ein fjölmargra sem var á frumsýningunni ásamt góðum vini hennar, Karli Berndsen.

Sjentilmaður  „Hann er engu líkur hann Kalli Berndsen, hann er gerður úr einhverju sterkara en við hin. Hann bauð mér á frumsýninguna og var glæsilegur til fara, hann er sannur séntilmaður. Okkur þótti myndin áhugaverð, umfjöllunarefnið er mikilvægt og ég er svo sammála því að við þurfum að hlusta betur á innsæið okkar og nota það sem áttavita. Svo er frábært að það séu íslenskar konur sem standa á bak við verk sem þetta. Myndin á erindi við alla,“ segir Linda Pétursdóttir sem hefur sjaldan litið betur út.

innsæi

MEÐ BERNDSEN Í BÍÓ: Linda Pétursdóttir og Karl Berndsen eru góðir vinir, þau er glæsileg og vekja verðskuldaða athygli hvert sem að þau fara. Jakkinn hans Karls vakti athygli sýningargesta og þótti hann bera af í klæðaburði.

innsæi

EFTIRLÆTI MÖMMU: Björgólfur Thor og Þóra Hallgrímsson, móðir hans, brostu hringinn enda eiginkona hans, Kristín, framleiðandi myndarinnar InnSæi.

innsæi

STOLTAR: Kvikmyndagerðarkonurnar Kristín Ólafsdóttir og Hrund Gunnsteinsdóttir voru hrærðar yfir móttökunum. Þær hafa lagt dag og nótt við verkefnið og uppskáru nú erfiðið með bros á vör.

innsæi

HRESS: Viggó Ásgeirsson og Jarþrúður Ásmundsdóttir voru mætt til að kynna sér allt um leyndardóma innsæisins.

innsæi

FLOTTAR MÆÐGUR: Eva María Jónsdóttir er alltaf , hún bauð Júlíu, dóttur sinni, í bíó.

ÿØÿá ‚Exif

ALLTAF GLÖÐ: Eðalhjónin Árni Hauksson athafnamaður og eiginkona hans, fjölmiðladrottningin Inga Lind Karlsdóttir voru frískleg og hress.

innsæi

HEILBRIGÐAR: Hjónin Hanna Katrín Friðriksson og Ragnhildur Sverrisdóttir eru í kosningaham en gáfu sér samt tíma til að kíkja í bíó.

innsæi

VALKYRJUR Á FERÐ: Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari og vinkona hennar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, frambjóðandi Viðreisnar, voru í léttu skapi.

innsæi

STUÐPÚÐI: Andrea Róbertsdóttir tekur gleðina með sér hvert sem hún fer og kærastann Jón Þór líka.

ÿØÿá 9Exif

VINKONUR: Þóra og Tinna ætluðu klárlega að fá sér popp og kók með myndinni.

pitt

FJÖLSKYLDA Á FERÐ: Frank Pitt og konan hans Elín Klara Bender mættu með börnin í bíó.

Séð og Heyrt alltaf í bíó.

 

Related Posts