Að ilma eins og skítugar nærbuxur:

Kynferðisleg löngun er hluti af grunnkenndum mannskepnunnar og raunar allra lifandi dýra. Raunar mætti segja að við séum gerð til að fjölga okkur, starfslýsingin er ekki flóknari en svo. Eva og Adam hófu ævintýrið og við höfum ekki hætt síðan.

Mannfólki finnst það kannski vera sett á jörðina til að gera hitt og þetta; syngja raddað í karókí, hlaupa maraþon aftur á bak eða spila kubb en þegar öllu er á botninn hvolft er stóra planið að við pörum okkur saman og búum til börn.

Til að halda okkur við efnið framleiða líkamar okkar sérstök hormón sem gefa frá sér lykt. Umræddur ilmur er mjög daufur og finnst nánast ekki með nefinu nú til dags en við skynjum hann sterklega og hann talar aldeilis ekki undir rós. Skilaboðin sem hann sendir eru einföld: Komdu og taktu mig! Þetta framkallar móthegðun hjá nálægum einstaklingum sem laðast að okkur og voilá, æxlunarferlið er formlega hafið.

 

nærbuxur

EFTIRSÓTTUR: Nú þegar eru til sérstök ilmvötn á markaðinum sem eiga að líkja eftir ilminum af kvensköpum. Einn frægasti slíki ilmur er Boudoir eftir hönnuðinn og tískupönkarann Vivienne Westwood.

Kynlíf í glasi

Í dag erum við æst í að endurgera og framleiða allt sem tengist kynlífi, frá Viagra-pillum, sem framlengja skemmtunina, til gínu í raunstærð (af konu eða manni), sem hægt er að nota til hvers kyns brúks – og allt þar á milli. Eitt af því sem hefur áhrif á tilfinningar okkar og kynferðislegar langanir er lykt, þótt umræður um það verði sjaldan. Nú þegar eru til sérstök ilmvötn á markaðinum sem eiga að líkja eftir ilminum af kvensköpum. Komi þetta á óvart er vert að minna á lögmál hagfræðinnar: Að baki framboði liggur alltaf eftirspurn. Einn frægasti slíki ilmur er Boudoir eftir hönnuðinn og tískupönkarann Vivienne Westwood. Aðdáendur þessa ilms hafa lýst honum sem ómótstæðilegum, tælandi, dónalegum, eins og kynlífi í glasi og að hann sé hreint ekki eitthvað sem henti dagsdaglegri notkun. Það væri eins og að mæta á vinnustaðinn í rasslausum plastbuxum með leðurgrímu. Það er víst staður og stund fyrir allt. Uppbygging ilmsins samanstendur af bergamot, mandarínum, tóbakslaufum, viburnum, rauðum enskum rósum og heliptrope. Með öðrum orðum lyktar Bourdoir eins og notaðar nærbuxur en aðdáendur ilmsins vilja meina að sú viðlíking sé af jákvæðum toga. Hvort nærbuxnalykt sé góð eða slæm verður ekki útkljáð í þessari grein en vissulega er smekkur manna misjafn.

 

Útferðarilmur

NL-1409-26-15952

UMDEILDUR: Hér á landi fæst m.a. ilmurinn M/Mink frá sænska ilmvatnsframleiðandanum Byredo. Flestir sammælast um að hann beri með sér sterka tengingu við svita og svokallaða kynlífslykt.

Hér á landi fæst m.a. ilmurinn M/Mink frá sænska ilmvatnsframleiðandanum Byredo. Líkt og með Boudoir eru skiptar skoðanir um M/Mink-ilminn. Flestir sammælast um að hann beri með sér sterka tengingu við svita og svokallaða kynlífslykt. Enn og aftur er niðurstaðan sú að til er markaður fyrir slíka lykt. Kynlíf stunda flestir sem hafa aldur til þess og líkt og með næstum allar aðrar iðjur fylgir því ákveðinn ilmur. Það kemur því kannski ekki á óvart að til séu neytendur sem sækjast eftir ilmvatni sem kveikir í þeim ákveðnar kenndir. Raunar er það ekkert óeðlilegra en að eiga handjárn með dúskum á eða pillur sem auka kynhvötina. Allt tengist þetta kynlífi á einhvern hátt og listinni að fjölga mannkyninu. Það er þó eitt að líkja eftir lyktinni af nærbuxum í óhreina tauinu en annað að reyna að endurgera og jafnvel framkalla viðbrögð frá náttúrulegum hormónum líkamans. Fyrir stuttu kom á markað ilmolía sem bera skal á ýmis svæði á líkamanum, t.a.m. á hálsinn og handarbök. Ilmurinn af olíunni á ekki aðeins að lykta eins og kvensköp heldur á hann að hafa áhrif á ferómónframleiðslu annarra og þannig laða að sér vonbiðla. Um er að ræða ilmolíuna Vulva en hún fæst fyrir litlar 3.800 krónur íslenskar. Framleiðendur Vulva vilja meina að eitt af innihaldsefnunum í olíunni séu raunverulegir líkamsvessar úr „ungri og fallegri konu.“ Aðspurður af hverju vessarnir þyrftu endilega að koma úr myndarlegri konu sagði framkvæmdarstjórinn í viðtali að aldrei hefði gengið að notast við hráefni úr ófríðum einstaklingi. Nánari spurningum um framleiðsluna og hvernig þeim hafi tekist að halda ilminum, svo hægt væri að koma honum í glös, vildi framkvæmdarstjórinn ekki útskýra nánar. Á heimasíðu Vulva má fjárfesta í umræddum útferðarilmi ásamt ýmsum varningi sem tengist þemanu, s.s. stuttermabolum og nærbrókum, allt merkt Vulva. Áhugasamir geta lesið sér til um ilmolíuna og jafnvel fest kaupa á henni í gegnum síðuna vulva-original.com. Tilvalin tækifærisgjöf.

NL-1409-26-15954

EINSTAKUR ILMUR: Á heimasíðu Vulva má fjárfesta í umræddum útferðarilmi ásamt ýmsum varningi sem tengist þemanu.

 

Auk Vulva eru til önnur ilmvötn á markaðnum sem um er sagt að innihaldi þau hormón sem framkalla kynferðislega löngun. Ilmvötn sem eru markaðssett á þann hátt innihalda vissulega hormón en þau eru hins vegar úr dýrum á borð við svín og hesta. Það er því afar ólíklegt að dýrahormón fái mannfólk til þess að fara hamförum af losta. Það væri þá helst svínið í Húsdýragarðinum sem myndi gefa þér auga. Ástir manna og dýra hafa þó ekki náð samfélagslegu né lagalegu samþykki og því betra að halda dýrslegu eðlinu í lágmarki.

 

Neyðin kennir naktri konu að redda sér.

Það verða alltaf til einstaklingar sem einfaldlega ganga í málin sjálfir. Vitað er til þess að konur hafi notað sína eigin „lykt“ til að auka líkurnar á að veiða einhvern vænlegan til vinnings. Aðferðin er einföld: Tekinn er dropi af eigin vessaframleiðslu og borinn á hálsinn. Ef einhver lykt er til staðar verður hún fljót að hverfa en eftir er undirliggjandi daufur ilmur sem á, samkvæmt kenningum, að laða að sér vonbiðla sem bregðast við ilminum kvenlega. Ekki eru til fyrirliggjandi vísindalegar rannsóknir sem staðfesta þessar kenningar en þessar óformlegu prófanir voru framkvæmdar að næturlagi á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Niðurstöðurnar létu ekki á sér standa og þótti rannsóknin vel heppnuð, a.m.k. veiddist vel þá nóttina.

Mannskepnan er partur af dýraríkinu. Við teljum okkur kannski vera efst í fæðupíramídanum en raunin er sú að við erum komin af öpum og líkjumst þeim talsvert. Einn stærsti munurinn á okkur og dýrunum er sá að við skömmumst okkar og teljum okkur vera með blygðunarkennd sem auðvelt er að særa. Kynlíf er partur af því að vera skepna og ætti að vera okkur eins eðlislægt og að borða eða sofa. Þörfin til að lykta eins og eftir sveitt kynlíf eða bera á sig vessa til að ýta undir eftirspurn frá hinu kyninu er því líklega eðlilegur hluti af því að framleiða börn og í raun mjög praktískt. Rómantíkin er steindauð, ef hún var þá einhvern tímann lifandi.

 

Related Posts