Sacha Baron Cohen (43) umdeildur:

 

Grínarinn Sacha Baron Cohen kemst ekki hjá því að hneyksla fólk í kringum sig. Nú hefur þó manninum tekist að gera ýmsa nokkuð brjálaða með nýjustu bíómynd sinni án þess að myndin sé komin út og kemur satt að segja ekki fyrr en næsta sumar.

Eflaust er það nýtt met hjá Cohen en grínmyndin Grimsby fjallar um aulalega fótboltabullu sem leggur á flótta ásamt fyrrum brottfluttum sérsveitarmanni. Aðalpersónan kemur frá smábænum Grimsby, sem á meðan tökum stóð var þakinn ýmsu rusli, veggjakrotum, vændiskonum og öðrum ósóma.

Bæjarbúar eru ekki par ánægðir með þessa túlkun á bæjarfélaginu hjá Cohen en reiknað er með því að þetta sé allt partur af hvassri ádeilu þar sem grínistinn er þekktur fyrir að sýna samfélög (á borð við Staines, Kazakhstan o.fl.) í allt öðru en jákvæðu ljósi.

Nokkrir statistar sem unnu við myndina hafa látið það eftir sér að einu kvenmennirnir sem Cohen réð til að leika bæjarbúa voru allir yfir 120 kg. ,,Þetta voru allt stórar konur og það er hreinlega ógeðfellt,“ sagði nokkur Maurice Maree í viðtali við Daily Star.  ,,Þetta er ósanngjörn og ósmekkleg túlkun á þessu samfélagi.“

Grínmyndin Grimsby lítur dagsins ljós í júlí á þessu ári. Með önnur hlutverk í myndinni fara Penélope Cruz, Ian McShane, Mark Strong, Rebel Wilson og Daniel Radcliffe.

 

Related Posts