SH1504154874-19

GAMAN: Þeir félagarnir kunna að gleðjast.

Ný andlit Ívars Guðmundssonar (49) og Arnars Grant (41):
Ívar Guðmundsson og Arnr Grant stefna að útrás með heilsudrykkinn Hámark sem hefur gert það gott en á eftir að gera það enn betra.

Herferð á Netinu „Við ákváðum að breyta okkur aðeins fyrir nýja auglýsingaherferð og það gekk bara frábærlega,“ segir útvarpsmaðurinn og líkamsræktarfrömuðurinn Ívar Guðmundsson sem ásamt félaga sínum, Arnari Grant, stefnir að útrás með heilsudrykkinn Hámark.

Stór draumur
„Við ætlum að reyna að komast með drykkinn á markað í Englandi og á Norðurlöndum því þarna úti eru menn í ýmsum tilvikum á eftir okkur í þróun svona drykkja. En það er meira en að segja það að koma þessu á framfæri á svona stórum markaðssvæðum.“

Topp-eitthvað
Nýju auglýsingar Ívars og Arnars eru gerðar fyrir Netið og er það nýlunda. Með því geta þeir haft auglýsingarnar lengri og sagt fleiri sögur. Ívar og Arnar eru ekki einu persónurnar sem koma fram í auglýsingunum; þarna verða fleiri fægir. Ekki er búið að ákveða hvað Hámark komi til með að heita á ensku en það hlýtur að verða Topp-eitthvað.

Fyrir almenning
„Sala á drykknum hér heima hefur gengið vel enda er hann ætlaður almenningi frekar en afreksíþróttafólki. Þetta er heilsudrykkur en ekki orkudrykkur og upphaflega hugmynd okkar var einfaldlega sú að búa til nýja og holla útgáfu af kókómjólk,“ segir Ívar Guðmundsson til í slaginn út í heinum stóra heimi.

 

SH1504154874-3

SMINKAÐUR: Arnar fær fagmannlega „andlyftslyftingu“.

Sjáið allar myndirnar í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts