Egill Helgason (55) er duglegur í ræktinni:

„Ég hef stundað líkamsrækt reglulega í fjölda ára. Það er enginn frétt í því. Ég hef átt kort í World Class í áratug og annarri líkamsrækt þar á undan,“ segir sjónvarpsmaðurinn góðkunni Egill Helgason. Séð og Heyrt fékk ábendingu um að Egill væri að taka á því í ræktinni og mætt í stuttbuxum í World Class á dögunum. Hann væri kominn í heilsuátak og hefði sagt fitupúkanum stríð á hendur líkt og svo margir Íslendingar. Egill hafði engan áhuga á að upplýsa frekar hvort hann væri að breyta um lífstíl og í hverju sú lífstílsbeyting væri fólgin. „Ég er ekki í neinu heilsuátaki eða neitt þannig að þetta er bara eitthvað rugl,“ segir hann.

Related Posts