Oddur Haraldsson (36) ferjar fólk á Snæfellsjökul:

Snæfellsjökull er kynngimagnaður. Aðdráttarafl hans er vel þekkt og nú dregur hann ferðamenn á Snæfellsnesið sem aldrei fyrr. Oddur Haraldsson býður upp á ferðir á Jökulinn og það er brjálað að gera hjá honum. Hann segir útlenda ferðamenn verða orðlausa af hrifningu þegar upp á Jökulinn er komið.

Snæfellsjökull í garðinum „Jökullinn er magnaður og hefur þetta sérstaka aðdráttarafl þannig að þegar fólk sér hann þá verður það æst í að komast upp,“ segir Oddur sem hefur rekið Jöklaferðir í rúmt ár. Hann gjörþekkir hins vegar Jökulinn og nágrenni hans enda hefur hann unnið við ferðaþjónustu í kringum Snæfellsjökul í ein sjö ár.
„Við förum í rútu upp að troðaranum sem ferjar fólkið upp á Jökulinn. Þar hleypum við fólkinu út og leyfum því að rölta um í svona 20 mínútur, svo förum við aftur niður og mannskapurinn fær kaffi og kex í söluafgreiðslunni okkar…“

snæfellsjökull

SVALUR: Oddur við rætur Snæfellsjökuls í skotapilsinu sem hann bregður sér í til að kæta túrista. Þórkatla, kærasta hans, er þögul sem gröfin þegar hún er spurð hvort hann sé ber undir pilsinu en segir Odd helst nota það á haustfagnaði í sveitinni þegar hann grillar heilt svín fyrir sumarhúsaeigendur og aðra.

Lesið viðtalið allt og sjáið myndirnar í Séð og Heyrt!

Related Posts