Gunnar Snorri Gunnarsson (61) og Margrét Rós Harðardóttir (35):

 

Barnagaman í Berlín  Fjöldi Íslendinga er búsettur í Berlín í Þýskalandi. Þar er starfræktur íslenskuskóli fyrir krakka á aldrinum 3-7 ára og hefur verið í tæpt ár. Meginmarkmið með kennslunni er að viðhalda móðurmálskunnáttu íslenskra barna sem þar búa og kynna fyrir þeim hefðir og menningu föðurlandsins.

Slegið var upp þorraveislu fyrir skemmstu og skemmtu nemendur skólans og foreldrar sér vel. Allir gæddu sér á hefðbundnum þorramat og hann rann ljúflega niður.

Berlín hefur tekið við af Norðurlöndunum sem vinsælasti staðurinn fyrir unga Íslendinga sem vilja spreyta sig á nýjum slóðum, þroska sig og rækta og í þeim efnum hefur Berlín upp á nóg að bjóða.

börn í berlín börn í berlín

ÁHUGASÖM OG SPENNT: Nemendur skólans fylgjast spenntir með Margéti Rós kennara.

mat

KRÆSINGAR: Að sjálfsögðu var boðið upp á hefðbundinn íslenskan þorramat.

Related Posts