Margrét Pálmadóttir (60) hélt risasöngfjölskylduafmælisveislu:

Gleðin var við völd á afmælistónleikum Margrétar sem haldnir voru í Fríkirkjunni. Eftir tónleikana hélt söngpartíið áfram í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem 250 söngsystur fögnuðu með Margréti og fjölskyldu.Margrét geislaði af gleði í glæsilegum og litskrúðugum silkikjól frá Kron Kron.

3

DANSAÐI AF GLEÐI: Margrét dansaði af gleði þegar gestirnir sungu afmælissönginn henni til heiðurs.

Lífið er lag  „Ég er þakklát fyrir að fá að vera með í þessu dásamlega partíi sem lífið er og mér líður mjög vel því ég er svo heilsuhraust og kraftmikil,“ segir Margrét. „Það er gaman að geta litið yfir öxl lengri veg því þá verður núið eftirtektarverðra. Þetta var frábær dagur og ég gat ekki hugsað mér að fagna honum öðruvísi en með þeim 250 söngsystrum mínum sem ég hitti í hverri viku.“

Afmælisveislan endaði eiginlega sem framhaldstónleikar. „Maríus, sonur minn, kom og söng fyrir mig dásamlegt lag og Marta, sem er ungur nemandi minn, steig á stokk,“ segir Margrét. „Ég notaði tækifærið og blandaði saman fjölskyldum, ættingjum, vinum og kórastarfi og naut mín í faðmi þeirra allra.“

Hamingjan á sólóplötu

lítil

SKEMMTU SÉR: Listafólkið Maríus Hermann söngvar og sonur Margrétari, Þórey Sigþórsdóttir leikkona og Margrét skemmtu sér vel.

Margrét hefur lyft grettistaki í kvennasöngstarfi á Íslandi en hún stofnaði Domus Vox sem segja má að sé risasöngfjölskylda sem inniheldur kvennasöngstarf frá 4 ára og upp úr en elsta konan sem tekur þátt í því er 78 ára. „Þetta eru ekki eingöngu söngkonurnar heldur líka þeirra nánasta fjölskylda. Eiginmenn þeirra eru margir hverjir bestu vinir,“ segir Margrét.

Margrét opnaði sjálf afmælistónleikana með stæl. „Ég er ekkert að fara að slá af og fann á tónleikunum að fólk elskar rödd mína.  Ég er blúsari og söng lagið Million Years Ago eftir Adele. Það fékk mig til að taka ákvörðun um það að gefa út geisladisk. Jóhann Loftsson sálfræðingur sagði við mig fyrir 20 árum að ég yrði aldrei alveg hamingjusöm í tónlistinni nema ég gerði eitthvað sjálf og að sál mín yrði að syngja með mér. Ég ætla því að láta verða af því núna að gera disk.“

Nýhafinn sólóferill Margrétar er henni því efstur í huga eftir afmælið. „Það situr eftir, ásamt öllum fögnuði dagsins og veraldlegum og andlegum gjöfum, hvað mér fannst gaman að syngja einsöng,“ segir hún.

12

Í FAÐMI FJÖLSKYLDUNNAR: Hér er Margrét í faðmi fjölskyldunnar eftir vel heppnaðan syngjandi afmælismánuð og þá fimm tónleika sem haldnir voru með ýmsum kórum í tilefni af þessum merku tímamótum stjórnandans.

Heyrið sönginn í Séð og Heyrt!

Related Posts