Super Bowl 50, úrslitaleikurinn í Ameríska fótboltanum, fer fram nú í kvöld en þar munu Denver Broncos og Carolina Panthers eigast við.
Það er alla jafna mikil stemning í Bandaríkjunum þegar Super Bowl fer fram en búist er við að um 170 milljónir Bandaríkjamanna muni horfa á leikinn.
Sjónvarpsmaðurinn Jimmy Fallon er duglegur að bregða á leik og hann ákvað að fá nokkra hvolpa til að spá fyrir um úrslitin.
Þetta krúttlega myndband má sjá hér að neðan.
Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!