Georg_Elser_2-12179

Johann Georg Elser

Hitler var ekki með góðu móti í hel kominn:

Ekki er gott að segja hvað hefði gerst ef Hitler hefði látist fyrr en hann gerði. Hitt vitum við fyrir víst að fjöldi manna reyndi að stytta styrjöldina með því að reyna að drepa Hitler. Tilræðin frá því hann varð leiðtogi nasistaflokksins 1921 og þar til hann fyrirfór sér 1945 voru mörg.

Claus Schenk, Graf von Stauffenberg (1907-1944) German aristocrat and military officer, carried and placed the bomb used in the failed attempt to assassinate Hitler at Wolfsschanze on 20 July 1944. He was shot on the night of 20-21 July 1944.

Claus Schenk von Stauffenberg

Þekktast er sjálfsagt tilræði Claus Schenk von Stauffenberg 20. júlí 1944. Stauffenberg kom skjalatösku með sprengiefni fyrir undir skrifborði í fundarherbergi Hitlers. Fjórir menn létust en mikið skrifborð skýldi þýska einvaldinum og hann hlaut aðeins smáskeinur. Stauffenberg og aðrir tilræðismenn voru umsvifalaust teknir af lífi.

Annað misheppnað tilræði var gert í nóvember 1939 þegar sprengja í steypustólpa við ræðustól sprakk nokkrum mínútum eftir að Hitler lauk ræðu í München. Sjö menn létust. Þýskur smiður, Johann Georg Elser, hafði skipulagt og framkvæmt tilræði þetta. Hann var síðar líflátinn. Þýskir sagnfræðingar telja að minnsta kosti 42 tilræði við Adolf Hitler hafi verið undirbúin á valdatíma hans en mörg þeirra voru aldrei framkvæmd.

 

 

 

 

B. Mussolini und Adolf Hitler in der Wolfsschanze

SKOÐA SKEMMDIR: Hitler og Mussolini, í heimsókn í Þýskalandi, kanna skemmdir eftir tilræðið 20. júlí 1944.

 

 

Related Posts