Jonathan Cheban (42) fylgir Kim: 

Fylgifiskur Það fer ekki fram hjá neinum að hin heimsfræga Kim Kardashian og hennar gengi er statt hér á landi. Allra augu beinast að þeim og upplifun þeirra á Íslandsheimsókninni. Kardashian klanið eins og þau eru gjarnan nefnd eru dugleg við að deila upplifun sinni af heimsókninni á samfélagsmiðlum. Flestir kannast við Kim systur hennar og eiginmann hennar Kanye en færri vita deili á besta vini Kim, Jonathan Cheban sem er með í för.

3353B44C00000578-0-image-a-95_1461069474839

FÍLAR ÍSLENSKAN MAT: Jonathan er besti vinur Kim Kardashian, hann er með á Íslandi og hreinlega elskar íslenskan mat. Hann hefur smakkað hreindýr og hrossakjöt. og var mjög hrifin. Það væri gaman að sjá hvað hann segði við kjamma?

Jonathan fæddist 20. febrúar 1974 og er því 42 ára. Hann er einkasonur rússnesks innflytjenda af gyðingaættum. Faðir hans var demantasölumaður og móðir hans starfaði í Sotheby’s uppboðshúsinu. Jonathan gekk menntaveginn og er með háskólagráðu í almannatengslum. Einkalíf hans er á huldu og fáir virðast vita við hann hvað hann raunverulega starfar.

Hann er besti vinur Kim og eru þau óaðskiljanleg. Hann fer ósjaldan með henni út á lífið og er hennar „bff“, hann er með stórt hlutverk í þættinum og virðist hafa mikið til málanna að leggja. Jonathan er mikill matgæðingur og hefur fram til þessa verið ánægður með þær kræsingar sem boðið er upp á Íslandsheimsókninni. Spurning hvað hann segði við sviðakjamma?

Lesið Séð og heyrt á hverjum degi!

Related Posts