Magni Ásgeirsson (37) og Sverrir Bergmann (35) eru báðir flottir:

TÖFF SKALLAPOPPARAR OG EKKI LEIÐUM AÐ LÍKJAST

Mistök Já okkur geta orðið á mistök og við viðurkennum það bara!!
Fjöldi góðra gesta mætti í afmælispartý Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum þar á meðal Magni og Sverrir sem ljósmyndari Séð og Heyrt festi á filmu ásamt öðrum. Undir mynd af Magna smelltum við hins vegar nafni Sverris og biðjumst við velvirðingar á því. Ekki af því að við vitum ekki hver hann er, við erum nýbúin að fá að kíkja í myndaalbúmið hans í Leiftur.

Magni var auðvitað fljótur að sjá mistökin og birti mynd á Instagram og þótti þetta greinilega bara skemmtilegt og ekki leiðum að líkjast. Og á Facebooksíðu sína með orðunum: „Ég hló upphátt….Takk Séð og Heyrt fyrir að sanna að ég VAR frægur.“

14111685_10208232539585926_1449655459_n

Við vorum greinilega ekki viss í þetta skiptið hvor er hvað og hlógum jafnhátt og Magni að þessum skemmtilegu mistökum okkar. Dæmi nú hver fyrir sig hvort að þeir eru ekki áþekkir.

Tryggðu þér eintak af nýjasta tölublaði Séð og Heyrt með þessari

bráðsmellnu villu á næsta sölustað.

Related Posts