Tuttugu ár síðan Clueless kom út:

Clueless þénaði 56 milljónir dollara í Bandaríkjunum einum og varð hálfgert „cult“ á meðal unglinga um allan heim. Myndin sem var lauslega byggð á skáldsögunni Emmu eftir Jane Austen innihélt óþekkta leikara á borð við Paul Rudd og Brittany Murphy sem urðu síðar stórstjörnur.

Alicia Silverstone on TODAY June 24, 2015.

TYGGUR MATINN FYRIR SON SINN Alicia Silverstone lék dekurrófuna Cher Horowitz sem átti draumafataskáp allra stúlkna og sagði „As if.“ Árið 1997 náði ferill hennar hápunkti þegar hún lék í myndinni Batman og Robin. Í dag hefur hún einbeitt sér að dýraverndun og gaf út bókina „The Kind Diet“ um veganisma árið 2009. Árið 2014 gaf hún út bókina „The Kind Mama“ sem fjallar um fjögurra ára son hennar, Bear Blu. Árið 2012 olli hún miklu fjaðrafoki þegar til hennar sást gefa syni sínum mat sem hún hafði tuggið sjálf.

Clueless

FRÉTTAKONA Í DAG Stacey Dash lék bestu vinkonu Cher, Dionne. Eftir Cluless lék Stacey í þáttum sem voru byggðir á myndinni. Í dag starfar hún á Fox News.

ÿØÿà

LÉST VEGNA EITRUNAR Brittany Murphy lék Tai Fraser, skiptinema og gæluverkefni Cher. Murphy gerði það mjög gott og lék í myndum á borð við „8 mile“ og Girl, Interrupted. Murphy lést sviplega árið 2009 vegna eitrunar.

Clueless

EINS OG VERK EFTIR MONET Elisa Donoan lék óvinkonu Cher, Amber Mariens. Cher líkti Amber oft við Monet-verk þar sem hún væri fríð í fjarska en þegar nær væri komið væri andlitið á henni ein stór óreiða. Frægðarsól Elisu hefur ekki skinið skært en hún lék þó í myndinni Night at the Roxbury og í þáttunum Sabrina The Teenage Witch.

Donald-Faison

VINSÆLL Donald Faison lék kærasta Dionne og var með ansi myndarlega teina. Eftir myndina lék Donald í þáttunum sem voru byggðir á myndinni. Seinna lék hann í vinsælu þáttunum Scrubs og The Exes.

Clueless

TALAR INN Á TEIKNIMYNDIR Breckin Meyer lék grashausinn Travis Birkenstock sem féll fyrir skiptinemanum Tai sem Brittany Murphy lék. Í dag einbeitir Breckin sér að talsetningum og hefur talað inn á þætti eins og Robot Chicken og King of the Hill.

Clueless

SLÓ RÆKILEGA Í GEGN Paul Rudd lék Josh Lucas, fyrrum stjúpbróðir Cher, sem hún síðan féll fyrir. Paul Rudd hefur svo sannarlega slegið í gegn og fer með aðalhlutverk í myndinni Ant-Man sem er vinsælasta kvikmynd í heiminum í dag.

 

Related Posts