Við þekkjum þau frá „80‘s“- árunum og á þeim tíma voru þau öll á meðal vinsælustu tónlistarmanna heims. Birtust reglulega í Bravo- og Smash Hits-blöðunum og plakötin með þeim voru rifin úr blöðunum og hengd upp á vegg. En eins og oft vill verða hafa vinsældir þeirra dalað með árunum. Hvað gera stjörnurnar þegar vinsældirnar hverfa, halda þær áfram að bauka í tónlistinni eða snúa sér að öðru? Hér skoðum við nokkra söngvara sem virðast horfnir af sviðinu.

rolandgift19900509-750-73

ROLAND GIFT (55): Fína unga mannætan Breski söngvarinn Roland Lee Gift var forsprakki og söngvari hljómsveitarinnar Fine Young Cannibals sem varð mjög vinsæl á síðari hluta níunda áratugarins. Hjómsveitin lagði upp laupana 1992, en upp úr 2000 tók Gift nafn sveitarinnar upp aftur og túraði um sem Roland Gift and the Fine Young Cannibals. Þrátt fyrir að Gift hafi strax farið yfir í sólóferilinn eftir að sveitin hætti 1992 og sé enn að túra og syngja í Bretlandi, hafa vinsældir hans aldrei orðið eins miklar og þegar FYC var upp á sitt besta.

p11841b8b77

TERENCE TRENT DARBY (54): Endurfæddur tónlistarmaður Söngvarinn og lagahöfundurinn Terence Trent Howard sem fæddur er í New York tók sér listamannsnafnið Terence Trent Darby og varð mjög vinsæll með fyrstu plötu sinni Introducing the Hardline According to Terence Trent D´Arby sem kom út 1987. Lög eins og Wishing Well og Sign Your Name nutu vinsælda. Árið 1995 lýsti hann því yfir að D´Arby væri látinn og tók upp nýtt nafn Sananda Francesco Maitreya, sem varð hans nýja nafn löglega 2001. Undir nýju nafni er hann enn að gefa út plötur og halda tónleika, auk þess að leika í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.

71189

SAMANTHA FOX (50): Plakatskvísa 80´s-áranna Þeir eru líklega fáir strákarnir sem voru ekki með plakat af Fox uppi á vegg hjá sér á unglingsárunum, enda var hún dugleg að sitja fyrir léttklædd með tvíburana sína veglegu. Hún hóf einmitt ferilinn 16 ára gömul sem síðu 3 stúlka í breska blaðinu The Sun þar sem hún sat fyrir ber að ofan. Var hún vinsælasta „pin-up“ stúlka þess tíma auk þess að vera mest myndaða kona í Bretlandi. 1986 hóf hún tónlistarferilinn og fyrsta lag hennar, Touch Me (I Want Your Body) fór rakleiðis í fyrsta sæti vinsældalista í 17 löndum. Fox var í samböndum með karlmönnum, þar til hún tilkynnti opinberlega 2003 að hún væri ástfangin af og hygðist búa með ástkonu sinni, Myru Stratton. Stratton lést 2010 úr krabbameini.

6cc19c355d2c9907f6cac07a6abd6ba8

SANDRA (54): Farsælasti þýski listamaðurinn Þýska söngkonan Sandra Ann Lauer (54) var geysivinsæl á seinni helmingi níunda áratugarins og rúllaði út smellum á borð við In the Heat of the Night og (I´ll Never Be) Maria Magdalena. Lögin voru framleidd og unnin í samvinnu við þáverandi eiginmann hennar, tónlistarmanninn Michael Cretu. Svo vinsæl var Sandra sums staðar í Evrópu að plötur hennar seldust meira en plötur sjálfrar Madonnu. Sandra er farsælasti þýski listamaður allra tíma. Sandra býr nú á Ibiza og er enn að bauka í tónlistinni, þó að vinsældirnar í dag séu ekkert á við vinsældir hennar á níunda áratugnum.

2c54b3988bbac67d58fefcd19aeaf412

KIM WILDE (55): Söngfuglinn með hárvængina Breska söngkonan Kim Wilde varð mega-vinsæl strax með fyrsta lagi hennar Kids in America 1981, hún vann Brit-verðlaun 1983 og átti einnig önnur topplög eins og lag Supremes, You Keep Me Hangin´On. Árið 1998 fór hún að vinna sem landslagsarkitekt, en var enn þá virk í tónlistinni. Síðasta plata hennar kom út 2013, en komst ekki inn á vinsældalista. Wilde hefur hins vegar gefið út bækur um garðyrkju sem selst hafa ágætlega og sér um vikulegan útvarpsþátt, sem kallast Secret Songs sem hefur gengið í nokkur ár.

Séð og Heyrt er 80´s barn.

Related Posts