Sagt er að augun séu spegill sálarinnar. En vissir þú að sumir halda því fram að augnliturinn geti sagt heilmikið um þig og persónuleika þinn?

BLÁ AUGU
Friðsæl, gáfuleg, blíðleg, full af æsku, lífi og krafti… Bláeygðir eru friðsamir og snjallir, tryggir og bera hag ástvina sinna sérlega mikið fyrir brjósti. Í ástamálunum vilja þeir tryggð og staðfestu í
langvarandi sambandi og hafa takmarkaðan áhuga á skyndiævintýrum.

GRÁ AUGU
Blíða, greind, gott skap, ástríður, skynsemi og gott ímyndunarafl … Gráeygðir eru skapandi og hugmyndaríkir og setja alla sína ástríðu í það sem þeir hafa áhuga á. Þeir eru góðir leiðtogar og yfirmenn, enda sveigjanlegir og finna alltaf ráð við vandamálum. Gráeygðir eru tryggir og trúir maka sínum.

GRÆN AUGU
Gáfur, skemmtilegheit, dulúð, ástríður, forvitni og heilbrigði … Græneygðir eru sagðir gáfaðir og uppfinningasamir og jafnframt afar ástríðufullir … og verða fljótt afbrýðisamir. Það leiðist engum sem á kærustu eða kærasta með græn augu og viðkomandi öðlast aðra sýn á lífið með aðstoð græneygðu elskunnar sinnar.

MÓBRÚN AUGU
Skemmtileg, flott, skilningsrík, góð í samstarfi og hugmyndarík er lýsingin sem móeygða manneskjan fær. Hún er hugrökk, hvatvís á jákvæðan hátt og á einstaklega auðvelt með að leysa vandamál þannig að allir aðilar verði sáttir. Sú móeygða hefur gott skopskyn en getur verið kaldhæðin.

BRÚN AUGU
Brúneygt fólk er aðlaðandi og býr yfir miklu sjálfstrausti. Það er skapandi, jákvætt og nennir engum flækjum. Það hefur mikla þörf fyrir sjálfstæði, það er kurteist og umhyggjusamt, vinamargt og öðrum líður vel í návist þess. Það elskar heitt en getur átt svolítið erfitt með að tjá sig við aðra.

DÖKKBRÚN/SVÖRT AUGU
Mjög dökk augu, nánast svört, eru fremur sjaldgæf og fólk með slík augu er sagt vera bæði ástríðufullt og svolítið lokað. Það getur verið seintekið en þegar það er farið að treysta viðkomandi finnst varla tryggari eða betri vinur. Það er mjög duglegt, bjartsýnt, ósérhlífið og hallast að andlegum málum.

Related Posts