Heiðar „snyrtir“ Jónsson (67) veit hvað þarf í flugfreyjuna:

Þær fljúga um loftin blá og sjá til þess að farþegum flugfélaganna líði vel. Sumar þeirra hafa þó skarað fram úr á öðrum sviðum eða þá jafnvel verið umfjöllunarefni blaðanna fyrir sitt persónulega líf. Hér má líta nokkrar af frægustu íslensku flugfreyjunum ásamt því að Heiðar „snyrtir“ Jónsson segir okkur hvað flugfreyja þarf að hafa til að bera.

Flug „Það sem gerir flugfreyju að góðri flugfreyju er að vera líkamlega sterk og geta verið mjög fljót til að bjarga mannslífi eftir bestu getu. Það er alls ekki verra að geta borið sig huggulega að því en það er ekki aðalatriðið,“ segir Heiðar.

KANN ÞETTA: Heiðar snyrtir veit nákvæmlega hvað felst í því að vera góð flugfreyja.

KANN ÞETTA: Heiðar snyrtir veit nákvæmlega hvað felst í því að vera góð flugfreyja.

„Það sem gleymist oft í umræðunni um flugfreyjur er að útlitskröfur eru ekki aðalatriðið, við erum fyrst og fremst öryggisverðir. Við þurfum hins vegar að vera í heilsusamlegri stærð því við þurfum að geta losað flugvél á 90 sekúndum. Þegar þú ferð í flugfreyjuuskóla þá lærir þú ekki að hella upp á kaffi heldur það hvernig þú átt að haga þér þegar hættu ber að. Það er búið að glamúrvæða flugfreyjurnar alveg svakalega.

Það er oft talað um að rússneskar flugfreyjur séu þær minnst heillandi en mér myndi örugglega líða best með þeim því þær líta út fyrir að geta dröslað mér út úr vélinni. Þetta er auðvitað flugfreyjan í mér að tala en ekki snyrtirinn. Það kemur engin kvörtun vegna þess að þú hafir ekki sett á þig varalit en ef þú veist ekki hvar súrefnistækið er í viðkomandi flugvél þá ertu í vondum málum.“

Sjáðu alla umfjöllunina í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts