Upphafið á endinum fer að nálgast, byltingin er hafin og fyrsta „kitlan“ lent. Þann 21. nóvember  snýr Jennifer Lawrence aftur í hlutverki hinnar hugrökku Katniss Everdeen. Kvikmyndin Mockingjay: Part I verður þá frumsýnd í flestum kvikmyndahúsum landsins, en hún eins og flestir vita er byggð á fyrri hluta síðustu bókarinnar í Hungurleikaseríunni heimsþekktu. Má alveg segja að mörgum sé farið að hlakka  til  að berja augum nýjasta og jafnframt næstsíðasta ævintýrið hjá Katniss.

Related Posts