mockinHin sívinsæla Hungurleikasería heldur áfram göngu sinni á hvíta tjaldinu og lenti þriðja kvikmyndin í bíó síðastliðinn föstudag. Til þess að gera lífið skemmtilegra ætlar Séð og Heyrt að bjóða heppnum lesendum upp á opna boðsmiða ásamt veglegri lyklakippu í aukavinning.

The Hunger Games: Mockingjay – Part 1, eins og nafnið gefur til kynna, er byggð á fyrri helmingi seinustu bókarinnar og fjallar hún um uppreisn hetjunnar Katniss Everdeen (Jennifer Lawrence) og hinna umdæmanna gegn höfuðborginni Capitol.

Katniss er nú orðinn flóttamaður í 13. umdæmi og er nokkuð illa haldin eftir veru sína þar, að því ógleymdu að seinasta Hungurleikakeppni breytti öllu útliti fyrir framtíð hennar. Í nýja umdæminu er Katniss notuð sem sameiningartákn umdæmanna í uppreisn þeirra gegn Capitol og Snow forseta. Peeta Mellark hefur verið handsamaður af Capitol sem þýðir að nú er komið að Katniss að taka sig saman og leggja alla andlega pressu til hliðar ef það á að takast að velta valdasjúka forsetanum úr sessi og breyta ástandinu í eitt skipti fyrir öll.

 

Hungrar þig í miða?

Sendu okkur einkaskilaboð á Facebook-síðu Séð og Heyrt og segðu okkur hver fer með aðalhlutverk Peeta Mellark í seríunni og fyrir hvaða mynd Jennifer Lawrence vann Óskarsverðlaun. Dregið verður úr svörum á hverjum degi fram að næsta mánudag. Hver vinningshafi hlýtur tvo frímiða sem gilda hvenær sem er á meðan myndin er í sýningu.

Related Posts