Íslendingur í tískuverslun á Spáni lenti í því að týna konunni sinni í búðinni og þegar hann spurði afgreiðslustúlkuna, sem hafði afgreitt þau, hvort hún hefði séð konuna svaraði hún að bragði án nokkurra látbragða:

„Oh! She went with a tall handsome man,“ og benti á útidyrahurðina þar sem sólin skein sem aldrei fyrr.

Manninum var brugðið en svo byrjaði afgreiðslustúlkan að hlæja og þótti þetta fyndið. Ástin í lífi hans var bara á bak við næsta fatarekka jafnástfangin sem fyrr.

Síðar um daginn mæltu þau hjónin sér mót á litlu kaffihúsi sem þau sóttu daglega og þegar maðurinn kom þangað var konuna hvergi að sjá og þegar hann spurði skvísuna við kaffivélina hvort hún hefði séð hana, svaraði hún alvarleg á svip:

„Oh! She went with a tall handsome man.“

Reyndar var hún bara rétt ókomin.

Nú kann þetta að þykja fyndið á Spáni en varla í feminísku samfélagi á Íslandi og þetta gerðist ekki tvisvar, heldur sex sinnum í sömu vikunni.

Spánverjar eru á öðrum slóðum en aðrir á ýmsum sviðum. En þeir eru búinir að fatta „Happy Hour“ síðdegis á börunum en „Take Away“ kaffi vita þeir ekki hvað er. Á Spáni gengur enginn með kaffibolla í pappírsmáli úti á götu. Enda mjög skrýtið að geta ekki brugðið sér á milli húsa eða ekið út í búð án þess að vera með kaffi í pappamáli. Undir það taka þeir og spyrja á móti hvort maður vilji ekki líka taka matinn með sér út á gangstétt og borða hann á leiðinni heim. Sem er alveg rétt hjá þeim.

eir’kur j—nsson

En allt gerir þetta lífið skemmtilegra eins og Séð og Heyrt í hverri viku.

Eiríkur Jónsson

Related Posts