Segir það ástæðu þess að honum var aldrei boðið í The Late Show:

Glímukappinn og raunveruleikastjarnan Hulk Hogan segir að hann hafi ætlað að berja sjónvarpsstjörnuna David Letterman stjórnanda The Late Show á níunda áratug síðustu aldar. Ástæðan var sú að Letterman hafði reynt ákaflega við Lindu, þáverandi eiginkonu Hulk,  í veislu þrátt fyrir að Linda væri áberandi ólétt.

Í nýlegu viðtali segir Hulk að þegar Linda kom heim úr veislunni og sagði honum frá hegðun Letterman hafi hann brugðist við eins og ekta karlremba og sagt…“djöfulsins fífl ég mun finna hann í fjöru.“

Hulk kom síðan skilaboðum til Dick Ebersol, yfirmanns Letterman, um hvað sjónvarpsstjarnan ætti í vændum. „Nú þrjátíu árum síðan er ég að undra mig á því að mér var aldrei boðið í þáttinn hans,“ segir vöðvabúntið.

SKILIN: Þau Hulk og Linda Hogan skildu árið 2009.

SKILIN: Þau Hulk og Linda Hogan skildu árið 2009.

Á HÁLUM ÍS: Letterman var hársbreidd frá því að verða barinn af Hulk.

Á HÁLUM ÍS: Letterman var hársbreidd frá því að verða barinn af Hulk.

Related Posts