Harry Bretaprins (31) er hjartagóður:

Hetjur Harry Bretaprins er iðinn við að sinna góðgerðarmálum og leggur ýmislegt á sig til að kynna þau mál sem eru honum hugleikin. Málefni hermanna sem hafa særst á vígvellinum er eitt þeirra sem prinsinn styður. Fyrir skemmstu var góðgerðarganga í Englandi þar sem vakin var athygli á málefnum þeirra sem þurfa á endurhæfingu að halda eftir að hafa særst við stríðsátök og þurfa að komast aftur á vinnumarkaðinn. Harry var talsmaður verkefnisins og tók fullan þátt í göngunni.

skoðar heiminn

ÞÉTTUR FAÐMUR: Harry faðmar unga konu sem missti fót við hné og sýnir hluttekningu sína í verki.

skoðar heiminn

Related Posts