Gerður Huld Arinbjarnardóttir (26) eigandi Blush.is:

Kynlífstækjaverslunin Blush.is sérhæfir sig í gæðakynlífstækjum á hagstæðu verði, jafnt fyrir konur og karla. Gerður Hulda Arinbjarnardóttir stofnaði fyrirtækið ásamt vinkonu sinni fyrir fjórum árum og reksturinn er í blóma. Gerður segir fólk oft vandræðalegt þegar rætt er um kynlífstæki en það sé þó allt á undanhaldi.

SH1510217120, blush.is, gerður huld, kynlífstæki, kynlíf, hjálpartæki ástarlífsins, víbrador, egg, séð og heyrt, 42. tbl, 2015

NÓG TIL: Gerður er svo sannarlega með gott úrval af kynlífstækjum.

Kynlífstæki „Blush.is er kynlífstækjafyrirtæki sem sérhæfir sig í hágæða kynlífstækjum og heimakynningum fyrir stelpuhópa. Þá mætum við á staðinn og kynnum vörurnar okkar fyrir stelpunum, þetta er oftast í gæsapartíum eða saumaklúbbum og svo gefst öllum tækifæri á að kaupa vörurnar okkar en við erum einnig alltaf með gestgjafagjöf þannig að allir fara glaðir heim,“ segir Gerður um fyrirtæki sitt.

Hugmyndin kom á Pizza Hut

„Ég stofnaði Blush.is árið 2011 og við verðum fjögurra ára í næsta mánuði. Þetta var eiginlega bara hugdetta sem ég og Rakel Ósk vinkona mín fengum og við ákváðum að stofna þetta saman. Við ákváðum að ég myndi taka yfir rekstrinum en Rakel vinnur enn þá hjá Blush.is. Við vorum í fæðingarorlofi á leið út á vinnumarkaðinn, atvinnulausar, sátum á Pizza Hut og datt þetta í hug. Þetta byrjaði sem sagt þannig að hún sýndi mér kynlífstækið sitt og mig langaði svo í eins en fannst það of dýrt þannig að við ákváðum að stofna þetta fyrirtæki til að fólk gæti keypt ódýrari tæki.“

Fékk lán frá pabba

Það að tvær ungar mæður stofni saman fyrirtæki er ekki fjölheyrt og kostnaður við stofnun fyrirtækis getur verið verulegur.

„Við fórum að skoða þetta nánar og sáum að við vorum báðar með bankareikning í mínus og áttum ekki fyrir því að stofna fyrirtæki. Þannig að við fórum til pabba míns og spurðum hvort að hann gæti lánað okkur peninga. Hann spurði fyrir hverju og þegar ég sagði að það væri fyrir fyrirtæki í kynlífstækjabransanum þá sagði hann bara að það væri margt vitlausara,“ segir Gerður og hlær.

„Kærastinn minn, Niels, er frá Hollandi en hann er líka í kynlífstækjabransanum og hann er heildsalinn minn þannig að við erum í raun algjört kynlífstækjapar, alveg mögnuð tvenna. Við kynntumst fyrir tveimur árum á kynlífstækjaráðstefnu. Hann býr í Hollandi og ég á Íslandi en við fljúgum endalaust á milli í hverjum mánuði. Þetta er dýrasta en jafnframt besta skuldbinding sem ég hef ákveðið að gera í lífinu,“ segir Gerður og er greinilega yfir sig hamingjusöm.

 

SH1510217120, blush.is, gerður huld, kynlífstæki, kynlíf, hjálpartæki ástarlífsins, víbrador, egg, séð og heyrt, 42. tbl, 2015

HRESS: Gerður er opin manneskja og er í draumavinnunni.

Stofnaði fyrirtækið tvítug

„Þetta er búið að ganga alveg gríðarleg vel hjá okkur en þetta er alltaf upp og niður og maður lærir mikið. Ég var bara tvítug þegar við stofnuðum fyrirtækið þannig að þetta hefur verið frábær skóli fyrir mig og maður hefur lært alveg helling, bæði af mistökum og einnig í hverju maður er öflugur,“ segir Gerður og bætir við að nafnið sé vel útpælt en hún sjái þá eftir einu hvaða nafngiftina varðar.

„Hugmyndin á bak við nafnið er auðvitað sú að fólki finnst stundum vandræðalegt að tala um þessa hluti en þetta er auðvelt nafn. Ég hef samt alltaf séð smávegis eftir því að hafa kallað fyrirtækið ensku nafni en ekki íslensku því fólk á stundum erfitt með að skrifa nafnið Blush.

Ómerktir kassar

SH1510217120, blush.is, gerður huld, kynlífstæki, kynlíf, hjálpartæki ástarlífsins, víbrador, egg, séð og heyrt, 42. tbl, 2015

GLÆSILEG: Þrátt fyrir ungan aldur hefur Gerður náð langt en hún er dugleg kona og elskar það sem hún gerir.

„Við erum bara á netinu núna á Blush.is og það er frí póstsending og þetta er allt í ómerktum umbúðum þannig að engan óri fyrir innihaldi pakkans, því fólk er mjög vandræðalegt með þetta allt saman. Ég vil svolítið halda þessu litlu og persónulegu, það var alltaf markmiðið hjá mér að fólk vissi hver ætti fyrirtækið sem lýsir sér best í því að á snappinu okkar, Blush.is, eru við bæði með skemmtilegt og fræðandi snap þar sem við leyfum fólki að fylgjast með daglegum störfum okkar hjá fyrirtækinu. Ef þú skoðar önnur kynlífsfyrirtæki þá er enginn í forsvari fyrir svona. Ég vil bara sýna það að ég er bara venjuleg stelpa með kynlífstækjafyrirtæki og sýna konum að það sé árið 2015.“

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts