Katrín Rut Bessadóttir (35) gerðist grænmetisæta við gerð bókar:

Grænkerarnir og vinkonurnar Hanna Hlíf Bjarnadóttir, Katrín Rut Bessadóttir og Rut Sigurðardóttir gáfu nýverið út bókina Eldhús grænkerans. Bókin inniheldur um 120 uppskriftir að ljúffengum grænmetisréttum fyrir öll tilefni. Réttirnir henta öllum og eru tilvaldir fyrir þau sem vilja meiri fjölbreytni í eldamennsku sinni og auka vægi grænmetisrétta á matarborði fjölskyldunnar.

Eldhús grænkerans

GÓÐ ÞRENNA: Rut Sigurðardóttir, Hanna Hlíf Bjarnadóttir og Katrín Bessadóttir með bókina góðu. „Við erum hæstánægðar með bókina, hún er alveg eins og við væntum. Í raun fór hún fram úr okkar væntingum.“

Grænt er gott Þetta er fyrsta bók þeirra allra og að sögn Katrínar tók ferlið um ár, frá því að þær slógu þessu föstu og þar til bókin fór í prentun. „Það er ákveðin kúnst að mynda mat og því voru margir tökudagar. Síðan þurftum við að ákveða nafn á bókina og mynd á forsíðu og það tók langan tíma en tókst mjög vel. Ég og Hanna kynntumst á sínum tíma og vorum alltaf að kynnast aftur og aftur og síðan kynntumst við allar þegar við unnum saman hjá Birtíngi. Þar fór Hanna að tala um að hana langaði að gera bók, ég var til í það og síðan spurðum við Rut. Hún er er flinkur ljósmyndari og sló til. Síðan fórum við með hugmyndina til Sölku bókaútgáfunnar,“ segir Katrín.

Í bókinni er sérstakur kafli um veganhráefni fyrir þau sem eru græn í gegn og flesta réttina má gera vegan á einfaldan hátt. Að auki má finna fjölda góðra ráða um nýtingu og mikil áhersla er lögð á að bera virðingu fyrir hráefninu og gera mat úr því öllu.

Minn besti matur hefur orðið til þegar ég læt hugmyndaflugið ráða

Þær stöllur eru allar grænmetisætur. „Ég var ekki grænmetisæta þegar við byrjuðum í ferlinu, en ég er það í dag,“ segir Katrín. Sjálf segist hún eiga slatta af matreiðslubókum en sé meira fyrir að „impróvisera“. „Ég fer lítið eftir uppskriftum í raun og veru, mér finnst ótrúlega gaman að vera í eldhúsinu og finna til og nota það sem er til hverju sinni. Við hugsuðum bókina sem hugmyndabanka og vonum að fólk noti hana þannig, að það sé ekki rjúka út í búð eftir hverju einasta hráefni ef að það er ekki til á heimilinu.“ Katrín mælir með að hægt sé að kaupa krydd eins og þarf að nota hverju sinni í Krydd og tehúsinu við Hlemm og í Kaia organics í miðbænum. „Þetta er mjög sniðugt þar sem það er hægt að kaupa krydd bara eins og maður á að nota, til dæmis eina teskeið.“

ÿØÿá6˜Exif

GAMAN SAMAN: Ilmi, dóttur Hönnu Hlífar og vini hennar, Auðuni Kára, fannst gaman og nutu veitinga sem í boði voru.

Eldhús grænkerans

GLÖÐ MEÐ MÖMMU: Helgi Seljan, maður Katrínar og dóttir þeirra, Ylfa Matthildur, mættu til að samgleðjast Katrínu með bókina.

Eldhús grænkerans

GÓÐ RÁÐ: Rut og leikarinn Björn Hlynur Haraldsson spjalla saman. Spurning hvort þau hafi skipts á góðum ráðum hvað grænmetisrétti varðar.

Eldhús grænkerans

GEFUR EIGINHANDARÁRITUN: Hanna Hlíf áritar bókina góðu en stöllurnar árituðu bókina fyrir þá sem vildu.

Eldhús grænkerans

GÓÐ GJÖF: Andri Snær Magnason rithöfundur festi sér eintak af bókinni. Hvort hún verður jólagjöf á eftir að koma í ljós.

Helgi Seljan, Haraldur Jónasson

GÓÐIR GÆJAR: Helgi Seljan og Haraldur Jónasson, ljósmyndari á Fréttatímanum, hressir saman.

Eldhús grænkerans

1644 Eldhús grænkerans myndir 46 GLETTIN Á SVIP: Parið og ljósmyndararnir Styrmir Kári og Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir voru kampakát með bókina. Lísa Kristjánsdóttir var jafnvel búin að finna uppskrift fyrir kvöldið.

Áslaug Thorlacius, Þórey Sigþórsdóttir

GLUGGAÐ Í BÓKINA: Áslaug Thorlacius og Þórey Sigþórsdóttir flettu bókinni og leist mjög vel á.

Séð og Heyrt eldar eftir góðum bókum.

Related Posts