Hljómsveitin Mannakorn var stofnuð 1975 og kemur nafn sveitarinnar úr Biblíunni og þýðir brauð af himnum. Það má svo sannarlega segja að lög Mannakorns hafi í gegnum tíðina nært okkur eins og brauð, enda hafa lög hljómsveitarinnar verið þvílík fæða fyrir íslenskt tónlistarlíf og tónlistaraðdáendur. Perlur Mannakorns þekkja flestir Íslendingar en hljómsveitin hélt nýlega tónleika í Eldborgarsal Hörpu við góðar undirtektir.

Nostalgía „Þetta voru mjög flottir tónleikar, rosalega fínir og skemmtilegir,“ segir Eva Dögg, en þetta voru fyrstu tónleikar hennar með Mannakorni. „Þeir eiga marga gamla og góða slagara, sem ég tengdi við og það kom ákveðin nostalgía yfir mann því ég er alin upp við mörg af þeirra lögum.“

Mörg af lögum Mannakorns eru róleg og hugljúf og hafa greinilega róandi áhrif á þá sem að á þau hlýða. „Það voru nokkrir í salnum sem sofnuðu,“ segir Eva.

Mannakorn hefur á 40 ára ferli gefið út fjölda laga og að sögn Evu Daggar hefðu þeir því getað verið með tónleika mörg kvöld í röð. „Ég hefði viljað heyra fleiri gömul og góð lög og saknaði þess að heyra ekki Braggablús. Ég á nokkur uppáhaldslög með þeim, eins og til dæmis Einhvers staðar einhvern tíma aftur og Reyndu aftur.“

Eva Dögg er dugleg að sækja tónleika og var sem dæmi má nefna á tónleikum ELO í New York fyrir stuttu, þar stóðu tónleikagestir allan tímann, sungu með og dönsuðu. Íslendingar hafa löngum þótt ragir við að standa upp og dansa og taka þátt í tónleikum. „Það hefði mátt vera meira fútt í mannskapnum á tónleikunum hér heima,“ segir Eva.

ÿØÿá …Exif

Ó ÞÚ: Enginn elskar eins og þú segir í laginu og hjónin Bjarni Ákason og Eva Dögg Sigurgeirsdóttir ljóma af ást og hamingju.

Mannakorn

SAMFERÐA: Hljómsveitin Mannakorn hefur verið ástsæl sveit í fjölda ára og lagaperlur þeirra þekkja flestir. Gunnlaugur Briem, Pálmi Gunnarsson, Eyþór Gunnarssonn, Magnús Eiríksson og Ellen Kristjánsdóttir.

Mannakorn

Á RAUÐU LJÓSI: Magnús Eiríksson er aðallaga- og textahöfundur hljómsveitarinnar, hann spilar einnig á gítar og syngur. Það blikka engin rauð ljós þegar Maggi byrjar að semja og spila.

Mannakorn

ELSKA ÞIG: Söngkonan hugljúfa Ellen Kristjánsdóttir hefur sungið með Mannakorni í nokkur ár.

Mannakorn

ÓRALANGT Í BURTU: Tónlistarhæfileikarnir fóru ekki langt því feðgarnir Magnús Eiríksson og Stefán Már Magnússon eru báðir að gera það gott í tónlistinni.

Mannakorn

GAMLI GÓÐI VINUR: Söngvarinn Pálmi Gunnarsson á hug og hjörtu landsmanna og er gamall og góður vinur okkar í gegnum tónlistina.

Mannakorn

LÍNUDANS: Lífið er línudans og Guðmundur Hallvarðsson og Hólmfríður María Óladóttir stíga lífsdansinn saman. Dóttir þeirra, Guðný María, og tengdadóttir, Sigurrós Pétursdóttir, fóru með á tónleikanna.

Séð og Heyrt hlustar á góða tónlist.

Related Posts