Hanna Rún (24) saumaði kjól á tveimur dögum:

Hanna Rún, dans

FRÁBÆR: Kjóllinn sem Hanna saumaði á tveimur dögum var einstaklega fallegur og fór henni afar vel.

Hjónin Hanna Rún Basev og Nikita Basev eru bikarmeistarar í latin-dönsum í flokki fullorðinna. Hanna var stórglæsileg eins og alltaf en kjóllinn sem hún dansaði í vakti mikla athygli, enda fallegur með skemmtilega sögu.

Allt er gott sem endar vel „Fyrirtæki í Búlgaríu hafði samband við mig og lýsti yfir áhuga á að styrkja mig og gefa mér kjól. Ég sagði já við því en þegar ég fékk kjólinn í hendurnar sá ég að hann var kolólöglegur. Hann var með húðlitaðar nærbuxur og of litlar, sem er bannað, einnig var hann allt of stór á mig,“ segir Hanna Rún sem tók þá málin í sínar hendur.

„Saumakonan mín var erlendis og enginn sem gat reddað þessu. Ég mundi að ég átti fallegt efni inni í skáp sem ég hafði ætla að sauma mér óléttukjól úr. Ég horfði á efnið og sá strax að ég gat gert fallegan kjól úr því. Ég fór því til mömmu og fékk saumavélina lánaða og byrjaði að sauma.“

Þegar Hanna byrjaði að sauma þá áttaði hún sig á að gínan hennar sem hún notar við saumaskap var týnd en Hanna dó þó ekki ráðalaus. „Ég notaði manninn minn bara sem gínu. Hann stóð í marga klukkutíma og vonaðist bara eftir því að vera ekki stungin með títuprjónum,“ segir Hann og skellir upp úr.

Þetta er fyrsti kjóllinn sem Hanna saumar og segir hún að hún hafi komið sjálfri sér á óvart. „Ég hef aldrei saumað kjól frá grunni en hef breytt kjólum. Ég fór bara á YouTube og horfði á kennslumyndbönd. Ég hafði ekki langan tíma, ég byrjaði á fimmtudagskvöldinu og hafði því tvo daga.“

Hanna segir að hún hafi ekki viljað fara í gömlum kjól enda kjósi hún að keppa alltaf í nýjum kjól. „Ég keppi aldrei í sama kjólnum. Það er alltaf verið að fylgjast með manni og í hverju maður er. Ef ég kem í einhverju þá eru nokkrar komnar í eins í næstu keppni. Ég fór reyndar í gamlan kjól í úrslitunum því steinarnir í skónum sem pössuðu við nýja kjólinn meiddu mig en þetta fór allt vel.“

 

Hanna Rún, dans

AMMA OG AFI: Amma og afi með Vladimir Óla.

Sjáið allar myndirnar í Séð og Heyrt!

Related Posts