Allraheilagramessa er haldin hátíðleg víða um heim á síðasta degi októbermánaðar. Þá er minning framliðinna, dýrlinga og píslarvotta heiðruð með sprelli og nettum djöfulgangi enda dagurinn einnig kenndur við Halloween, eða hrekkjavöku, þar sem húmor og fíflagangur er notaður til þess að mæta valdi dauðans.

Förðunarfræðingurinn Sólveig Birna Gísladóttir og stöllur hennar í NYX hafa haft það fyrir sið að bregða á leik í aðdraganda hrekkjavöku og breyta fyrirsætum í uppvakninga, afturgöngur og aðrar forynjur sem setja svip sinn á síðustu nótt októbermánaðar.

Séð og Heyrt var boðið til drungalegs kvöldverðarboðs þar sem saman fór fegurð og háski og þegar inn var komið var síður en svo gefið að gestirnir ættu allir afturkvæmt.

 

SH-img_6723

BRÚÐUR DRAKÚLA: Sú sem dæmd er til eilífs lífs með tilheyrandi næturbrölti og blóðdrykkju ber harm í hjarta sem hætt er að slá og grætur blóði.

Halloween

EILÍF SÆLA: Í handanheimum bíður íturvaxin snót en litlum flugum er þó ekki óhætt í návist hennar.

SKUGGALEG: Drottning næturinnar er ekki öll þar sem hún er séð.

Halloween

FÖR ÁN FYRIRHEITS: Enginn veit hvar útreiðartúr með henni þessari endar og skuggaleg er hún álfadrottningin sem beislar gandinn.

Halloween

TVÖFÖLD Í ROÐINU: Hér mætast flagðið og fagurt skinnið á miðri leið í andliti og augum sem lofa bæði sælu og dauða.

 

FÖRÐUN: Sólveig Birna Gísladóttir, Andrea Sigurðardóttir
BÚNINGAR: Hókus Pókus

 

Related Posts