Blaðamenn vefsins ComicBook.com voru staddir á tökustað nýjustu Bond-myndarinnar SPECTRE þegar þeir stóðust ekki mátið að spyrja framleiðendur seríunnar, þau Michael Wilson og Barböru Broccoli, út í möguleikann um að ráða Idris Elba í hlutverk njósnarans einhvern daginn. Undirtektir voru þar undarlega jákvæðar.

,,Veistu, ,Idris yrði frábær Bond!“ svaraði Wilson. Broccoli tók í sama streng en steig aðeins á bremsurnar. ,,Þetta er eins og að spyrja þig á brúðkaupsdaginn hver næsti eiginmaður þinn verður. Daniel Craig *er* Bond, og ég vil ekki hugsa strax út í hvað mun gerast þegar hann yfirgefur okkur, en ég er mikill aðdáandi Idris Elba. Hann er meiriháttar leikari, getur hvað sem er. Skoðum endilega málið þegar við leitum að nýjum Bond, en vonandi verður það ekki alveg í bráð. Við viljum hafa hann eins lengi og hann hefur áhuga á hlutverkinu.“

Að öðru leyti er nýbúið að gefa út fyrsta sýnishornið fyrir SPECTRE. Smellið hér.

Related Posts