Nú líður að jólum og sjaldan er eins mikið að gera hjá prestum landsins og á þessum tíma. Messa klukkan sex á aðfangadegi og þegar henni er lokið er gott að koma heim í dýrindis jólamat – en hvað er í matinn hjá prestum landsins?

 

Séra Jóna Hrönn Bolladóttir (51):

img_9178

FUGLAKJÖT: Jóna Hrönn er hrifin af fuglakjötinu.

Ég er alin upp við það að borða alltaf rjúpur á aðfangadagskvöldi því það komu ágætir menn í Laufás þar sem ég er alin upp og gáfu pabba rjúpur í þakkarskyn fyrir að fá að skjóta þar. Ég er mjög hrifin af
fuglakjöti, það finnst mér vera hátíðlegt. Líklega mun ég þó ekki borða rjúpur á aðfangadagskvöld eins og venjan er en mun gera það á gamlárskvöldi með syni mínum. Mér finnst fuglakjöt samt svo gott að ég geri ráð fyrir að kaupa andabringur. Með því verður heimagert rauðkál og svo brúna ég kartöflurnar sem er í eina skipti á ári sem það er gert og svo þarf maður að vera með frískandi salat með fuglakjöti. Ég set sýrðan rjóma og allskonar ávexti og ber með til að létta upp kjötið. Ég er svo heppin núna að karlinn minn er ekki lengur að messa á aðfangadagskvöldi þannig að hann verður eitthvað með puttana í jólamatnum. Ekki skemmir fyrir að hann er góður kokkur.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts